Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Byggingarnefnd Árskóla
Málsnúmer 1102124Vakta málsnúmer
2.Hafnarframkvæmdir 2011
Málsnúmer 1102023Vakta málsnúmer
Erindinu vísað frá 65. fundi umhverfis- og samgöngunefndar og varðar framkvæmdir við lengingu og endurbyggingu sandfangara í Sauðárkrókshöfn og lengingu sjóvarna við Hraun á Skaga á árinu 2011 samkvæmt samgönguáætlun 2009-2012. Óskar nefndin eftir fjárveitingu frá byggðarráði vegna þátttöku sveitarfélagsins í verkefnunum að upphæð 11 milljónum króna.
Byggðarráð samþykkir að verkefnin verði unnin og verði fjármögnuð af Hafnarsjóði Skagafjarðar.
3.Umsókn um lóð fyrir starfsemi
Málsnúmer 1102071Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Olíuverzlun Íslands hf. þar sem ítrekuð er ósk um svar við umsókn félagsins um lóð fyrir starfsemi þess á Sauðárkróki og jafnframt óskað eftir viðræðum um úrlausn og framhald málsins.
Afgreiðslu frestað þar sem fyrirhugaður er fundur innan skamms með forstjóra félagsins.
4.Skráning Auðunarstofu í Þjóðskrá Íslands (fasteignaskrá)
Málsnúmer 1102102Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá frá vígslubiskup Hólastiftis þar sem óskað er eftir breyttri skráningu á Auðunarstofu að Hólum í Hjaltadal í Fasteignaskrá ríkisins (Þjóðskrá Íslands).
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að skoða málið og senda byggðarráði umsögn.
5.Kynningarbréf með bæklingi um Skólavog
Málsnúmer 1102099Vakta málsnúmer
Lagt fram kynningarbréf ásamt bæklingi, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um Skólavogina, sem er tilraunaverkefni í samstarfi við valin sveitarfélög frá árinu 2007. Með Skólavoginni er unnt að bera saman lykiltölur um skólahald samræmt á milli skóla og/eða sveitarfélaga.
6.Ályktun mótmælafundar
Málsnúmer 1102114Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar ályktun mótmælafundar "Samstaða um framhald tónlistarskólanna".
7.Kynningarfundir - skipulagslög, mannvirkjalög
Málsnúmer 1102109Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kynningarfundi Skipulagsstofnunar, Marnnvirkjastofnunar og umhverfisráðuneytisins um ný skipulagslög, ný mannvirkjalög og drög að nýjum reglugerðurm.
8.Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn vorið 2011
Málsnúmer 1102097Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um ýmis námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn sem verða haldin næstu misserin af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
9.Fundargerð stjórnar SSKS
Málsnúmer 1102110Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 15. febrúar 2011.
Fundi slitið - kl. 09:44.
Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Stefáni Vagni Stefánssyni og Bjarna Jónssyni:
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að setja á fót byggingarnefnd Árskóla. Byggingarnefndin skal hafa yfirumsjón með viðhaldi og nýframkvæmdum í skólanum á starfstíma hennar. Í nefndinni skulu sitja þrír sveitarstjórnarfulltrúar, tveir frá meirihluta og einn frá minnihluta. Auk þeirra skulu sitja fundi nefndarinnar, sveitarstjóri, fræðslustjóri, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og fulltrúi Árskóla. Fullskipa skal í nefndina á byggðarráðsfundi 3. mars 2011. Nefndin heyrir undir byggðarráð og skal reglulega uppfæra byggðarráðið um stöðu verkefnisins."
Sigurjón Þórðarson leggur fram svohljóðandi bókun: "Ótímabært er að skipa nefnd sem ætlað er að undirbúa stórframkvæmdir sem munu auka skuldsetningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar um einn og hálfan milljarð króna. Það blasir við að forsenda þess að farið verði í frekari fjárfestingar er að náð verði tökum á miklum hallarekstri sveitarfélagsins."
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun: "Tillagan kemur á óvart í ljósi þess að í þriggja ára áætlun meirihlutans sem lögð var fram á sveitarstjórnarfundi sl. þriðjudag er ekki gert ráð fyrir nýframkvæmdum við Árskóla."
Byggðarráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum.