Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Byggingarnefnd Árskóla - 1
Málsnúmer 1103016FVakta málsnúmer
2.SKV - Fundargerðir stjórnar 2011
Málsnúmer 1101002Vakta málsnúmer
Fundargerð stjórnar Skagafjarðarveitna frá 23. júní 2011 lögð fram til kynningar á 562. fundi byggðarráðs.
2.1.Leiguhúsnæði fyrir skólastjóra
Málsnúmer 1108019Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 9. fundar samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 562. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
2.2.Ráðningasamningur við skólastjóra
Málsnúmer 1108018Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 9. fundar samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 562. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
2.3.Breytingar á skólahúsnæði Varmahlíðarskóla
Málsnúmer 1108020Vakta málsnúmer
2.4.Breytingar á skólastjórabústað í Varmahlíð
Málsnúmer 1108021Vakta málsnúmer
3.ö Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 9
Málsnúmer 1108002FVakta málsnúmer
Fundargerð 9. fundar samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 562. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
3.1.Byggingarframkvæmdir við Árskóla - staða mála
Málsnúmer 1108048Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 3. fundar byggingarnefndar Árskóla staðfest á 562. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
4.Byggingarnefnd Árskóla - 3
Málsnúmer 1108005FVakta málsnúmer
Fundargerð 3. fundar byggingarnefndar Árskóla lögð fram til afgreiðslu á 562. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
4.1.Árskóli. Staða mála varðandi nýframkvæmdir og endurbætur á eldra húsnæði
Málsnúmer 1103151Vakta málsnúmer
5.Byggingarnefnd Árskóla - 2
Málsnúmer 1104004FVakta málsnúmer
Fundargerð 2. fundar byggingarnefndar Árskóla lögð fram til afgreiðslu á 562. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
5.1.Byggingarnefnd Árskóla - 1. fundur
Málsnúmer 1103151Vakta málsnúmer
6.Kolkuós - kaup á hlut sveitarfélagsins
Málsnúmer 1108012Vakta málsnúmer
Stjórn Kolkuóss ses kom á fund byggðarráðs til að ræða m.a. ósk sína um möguleg kaup á þeim hluta jarðarinnar Kolkuóss sem fellur undir leigusamningi sem gerður var um landið þann 7. júní 2003.
7.Ráðingarsamningur sveitarstjóra
Málsnúmer 1108086Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ráðningarsamningur frá 15. september 2010 við Ástu Björgu Pálmadóttur sveitarstjóra.
8.Rekstrarupplýsingar 2011 - sveitarsjóður og stofnanir
Málsnúmer 1105163Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar-júní 2011.
9.Framlög úr Jöfnunarsjóði til eflingar tónlistarnáms
Málsnúmer 1108016Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar drög að reglum um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.
10.Andmæli gegn háspennulínu
Málsnúmer 1108003Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar afrit af undirskriftalista eigenda og/eða umráðamanna jarða í framhluta Skagafjarðar vestanverðum, þar sem þau hafna alfarið lagningu 220kV háspennulínu, svonefndar Blöndulínu 3, um jarðir þeirra.
11.Flutningur á veitingaleyfi - umsagnarbeiðni
Málsnúmer 1108090Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Videosports ehf. um flutning á vínveitingaleyfi sínu í veitingatjald við Loðskinn ehf, Borgarmýri 5, föstudaginn 12. og laugardaginn 13. ágúst n.k. vegna tónlistarhátíðarinnar Gærunnar.
Byggðarráð gerir engar athugasemdir við umsóknina.
12.Tónlistarhátíðin Gæran - umsagnarbeiðni
Málsnúmer 1108088Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ragnars P. Péturssonar fh. Raggmann ehf um tækifærisleyfi fyrir tónlistarhátíðina Gæruna sem haldin verður í húsnæði Loðskinns ehf, Borgarmýri 5, dagana 12. - 14. ágúst 2011.
Byggðarráð gerir engar athugasemdir við umsóknina.
13.Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 839. mál
Málsnúmer 1106141Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp stjórn fiskveiða (uppboð aflaheimilda), 839. mál, sem er til umræðu í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. Óskað er að umsögnin berist fyrir 20. ágúst 2011.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
14.Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 827. mál.
Málsnúmer 1106140Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (heildarlög), 827. mál, sem er til umræðu í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. Óskað er að umsögnin berist fyrir 20. ágúst 2011.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað: "Mikilvægt er að sveitarfélagið sendi inn vandaða umsögn frumvarpið þar sem varað er við að festa kvótakerfið í sessi eins og boðað er í frumvarpinu til næstu 23 ára.
Árangur núverandi aflamarkskerfis við að byggja upp botnfiskstofna er einfaldlega hræðilegur. Áætlaður botnfiskafli á næsta fiskveiðiári í þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, djúpkarfa, grálúðu, skarkola og steinbít er í öllum tegundum minni en það sem veiddist á árinu 1983 áður en kvótakerfið en aflamarkskerfið var tekið upp. Kerfið hefur greinilega ekki skilað meiri afla á land eins og upphafleg fyrirheit báru með sér en þau voru að kerfið myndi skila innan fárra ára liðlega 500 þúsund tonna jafnstöðuafla. Á næsta fiskveiðiári er fyrirhugað að veiða einungis um 177 tonn af þorski."
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
15.Tilboð í skammtímafjármögnun
Málsnúmer 1107124Vakta málsnúmer
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar veitir Margeiri Friðrikssyni, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, hér með heimild til skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 100.000.000 kr. Heimildin gildi út árið 2011.
16.Hólar Ferðaþjónusta-Umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi
Málsnúmer 1108031Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ferðaþjónustunnar á Hólum/Bjórseturs Íslands um tækifærisleyfi til að halda Bjórhátíðina Sumbl að Hólum í Hjaltadal, dagana 26.-28. ágúst 2011. Ábyrgðarmaður er Bjarni Kr. Kristjánsson.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
17.Helluland-Umsókn um rekstarl.veitingaleyfi
Málsnúmer 1108017Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ólafs Jónssonar um nýtt rekstrarleyfi til að starfrækja veitingastað, flokkur I - veisluþjónusta og veitingaverslun, að Hellulandi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Fundi slitið - kl. 11:32.
Fundargerð 1. fundar byggingarnefndar Árskóla lögð fram til afgreiðslu á 562. fundi byggðarráðs, eins og einstök erindi bera með sér.