Ártorg - Deiliskipulag
Málsnúmer 1104071
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011
Afgreiðsla 223. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd - 225. fundur - 01.06.2011
Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar þann 13. apríl sl var samþykkt að grendarkynna tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Ártorgs samkvæmt skipulagslögum. Breytingartillagan felst í tillfærslu á lóðarmörkum og byggingarreitum innan svæðisins. Nýtingarhlutfall, notkun svæðisins og stærsta leyfða gólfflatarmál á fullnýttum lóðum breytist ekki. Tillagan var grenndarkynning og frestur gefin til 20. maí sl til að skila skriflegum athugasemdum, sem engar hafa borist. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirlagða breyingartillögu óbreytta og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 280. fundur - 21.06.2011
Afgreiðsla 225. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 280. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Skipulags- og byggingarfultrúi kynnti skipulagsgögn varðandi óverulega breytingu deiliskipulags á Ártorgi í samræmi við bókun nefndarinnar á síðasta fundi nefndarinnar. Samþykkt að grendarkynna gögnin eigendum nærliggjandi íbúða. Viggó Jónsson tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.