Skipulags- og byggingarnefnd
1.Ysti Mór lóð- Umsókn um nafnleyfi
Málsnúmer 1104167Vakta málsnúmer
2.Braut 2 (146700) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1006044Vakta málsnúmer
Tekið er fyrir tölvubréf Kristins Halldórssonar dagsett 30. maí sl og varðar Braut 2 Hofsósi. Málefni Brautar 2 voru áður til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 30. júní 2010 og þá bókað : ?Kristinn Halldórsson kt. 260860-4539, eigandi íbúðarinnar Braut 2 á Hofsósi sækir með bréfi dagsettu 25. maí sl., um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin varðar útgang á efri hæð hússins ásamt því að byggja pall, svalir, til suðurs frá húsinu. Framlagðir uppdrættir gerðir af umsækjanda. Ekki liggur fyrir samþykki meðeiganda í húsinu fyrir umbeðinni framkvæmd. Skipulags og byggingarnefnd bendir á að húsið Braut 1 og 2 er sambyggt og fellur því undir lög um fjöleignahús. Vegna nálægðar umbeðinnar framkvæmdar við götuna niður í Hvosina og með vísan til laga um fjöleignahús er erindinu hafnað.? Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 14 júlí 2010 voru málefni Brautar 2 aftur á dagskrá og þá bókað : "Braut 2 Hofsósi. Tekið fyrir bréf Kristins Halldórssonar eiganda hússins dagsett 2. júli sl. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að óska eftir aðaluppdráttum af húsinu sem greini þær breytingar sem til stendur að gera á byggingunni. Að henni fenginni verður fjallað um umsókn húseigenda að nýju. Byggingarfulltrúa falið að ræða nánar við umsækjanda." Skipulags og byggingarnefnd ítrekar fyrri samþykktir sínar frá 30. júní og 14. júlí 2010. Framkvæmdir við svalir og sólpall eru óheimilar og eigenda gert að fjarlægja þær.
3.Ártorg - Deiliskipulag
Málsnúmer 1104071Vakta málsnúmer
Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar þann 13. apríl sl var samþykkt að grendarkynna tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Ártorgs samkvæmt skipulagslögum. Breytingartillagan felst í tillfærslu á lóðarmörkum og byggingarreitum innan svæðisins. Nýtingarhlutfall, notkun svæðisins og stærsta leyfða gólfflatarmál á fullnýttum lóðum breytist ekki. Tillagan var grenndarkynning og frestur gefin til 20. maí sl til að skila skriflegum athugasemdum, sem engar hafa borist. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirlagða breyingartillögu óbreytta og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
4.Mannvirkjastofnun - Byggingarreglugerð, drög til umsagnar.
Málsnúmer 1105266Vakta málsnúmer
Fyrir liggja drög að nýrri byggingarreglugerð. Drög til kynningar. Umsagna er óskað fyrir 15. ágúst 2011.
5.Skipulagsstofnun - Málstofa um Lýsingu og lagaskil
Málsnúmer 1105251Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar tilkynning skipulagsstofnunar um málstofu um lýsingu og lagaskil sem haldin verður 6 júní nk. í Háskólanum í Reykjavík. Málstofan er ætluð kjörnum fulltrúum sveitarfélaga, skipulagsfulltrúum og skipulagsráðgjöfum.
6.Einimelur 3 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1105276Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á fyrirliggjandi byggignaráform. Byggingarfulltrúi gefur byggingarleyfi þegar fyrir liggja tilskylin gögn.
7.Háahlíð 2 - Umsókn um lóðarstækkun.
Málsnúmer 1105275Vakta málsnúmer
Þórólfur Gíslason óskar eftir stækkun á lóð við Háuhlíð 2 til norðurs, auk heimildar til stækkunar á íbúðarhúsi að Háuhlíð 2 samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á lóðarstækkun.
8.Aðalgata 18-Umsókn um lóð
Málsnúmer 1105272Vakta málsnúmer
Videósport ehf sækir um lóðina Aðalgata 18 Sauðárkróki. Umsækjandi hyggst ekki byggja a lóðinni en óskar eftir að vinna lóðina í samræmi við meðfylgandi gögn frá Áslaugu Katrínu Aðalsteinsdótur landslagsarkitekt. Fyrirhuguð framkvæmd er útivistarsvæði. Umrædd lóð er ætluð til húsbygginga og verður úthlutað undir slíka starfsemi verði um hana sótt. Skipulags- og byggingarnefnd getur falist á umsókn Vídeósports, en getur ekki úthlutað Vídeósport lóðinni án þeirra skilyrða að framkvæmdir Videósports víki þegar byggt verður á lóðinni.
Fundi slitið - kl. 10:24.
Linda Nína Haraldsdóttir kt 070654-3859 eigandi sumarhúsalandsins Ysti Mór land landnúmer 215833, sækir með bréfi dagsettu 20. apríl sl., um að fá að nefna landið og frístundahús sem á landinu stendur Lindá. Erindið samþykkt.