Fara í efni

Kveðja til Páls Dagbjartssonar

Málsnúmer 1106021

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 68. fundur - 03.06.2011

Páll Dagbjartsson lætur af störfum í lok þessa skólaárs eftir tæpa fjögurra áratuga farsælt skólastjórastarf við Varmahlíðarskóla. Við starfslok hans vill fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar koma á framfæri innilegum þökkum fyrir alúð og ræktarsemi við starf sitt. Jafnframt vill nefndin óska honum og fjölskyldu hans velfarnaðar á komandi árum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 280. fundur - 21.06.2011

Forseti sveitarstjórnar tók til máls og lagði til að sveitarstjórn geri kveðjuorð fræðslunefndar til Páls Dagbjartssonar, að sínum.

"Páll Dagbjartsson lætur af störfum í lok þessa skólaárs eftir tæpa fjögurra áratuga farsælt skólastjórastarf við Varmahlíðarskóla. Við starfslok hans vill Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar koma á framfæri innilegum þökkum fyrir alúð og ræktarsemi við starf sitt. Jafnframt vill sveitarstjórn óska honum og fjölskyldu hans velfarnaðar á komandi árum."

Samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 68. fundar fræðslunefndar staðfest á 280. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.