Fara í efni

Umsókn um leyfi til viðbyggingar

Málsnúmer 1106114

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 558. fundur - 30.06.2011

Ingvar Daði Jóhannsson, fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi, sækir um leyfi til að byggja við hús Björgunarsveitarinnar Grettis og Brunavarna Skagafjarðar. Umsjónarmaður Eignasjóðs kom á fundinn og kynnti stöðu málsins. Byggðarráð felur umsjónarmanni að boða til fundar með slökkviliðsstjóra og forsvarsmönnum Björgunnarsveitarinnar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 559. fundur - 07.07.2011

Í upphafi fundar hittu fundarmenn forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi og Brunavarna Skagafjarðar vegna umsóknar björgunarsveitarmanna um viðbyggingu við hús björgunarsveitar Grettis á Hofsósi og Brunavarna Skagafjarðar. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða viðbyggingu sem greidd er af Björgunarsveitinni Gretti, en eigendur hússins eru sammála um að áður en viðbygging hefst verði búið að ganga frá eignaskiptasamningi um húsið á milli aðila.