Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Umsókn um leyfi til viðbyggingar
Málsnúmer 1106114Vakta málsnúmer
Ingvar Daði Jóhannsson, fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi, sækir um leyfi til að byggja við hús Björgunarsveitarinnar Grettis og Brunavarna Skagafjarðar. Umsjónarmaður Eignasjóðs kom á fundinn og kynnti stöðu málsins. Byggðarráð felur umsjónarmanni að boða til fundar með slökkviliðsstjóra og forsvarsmönnum Björgunnarsveitarinnar.
2.Bréf vegna leikskólans Tröllaborgar - Hofsósi
Málsnúmer 1106059Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf heilbrigðisnefndar frá 8. júní 2011, þar sem vísað er í bréf sömu nefndar dags. 23.5.2011 þar sem gerð var grein fyrir ástandi á lóð leikskólans á Hofsósi. Farið er fram á að Sveitarfélagið sendi nefndinni tímasetta áætlun um endurbætur. Umsjónarmaður eignasjóðs sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindi heilbrigðisnefndar.
Samþykkt að ráðast í framkvæmdir og úrbætur samkvæmt tillögu umsjónarmanns eignasjóðs. Sá kostnaður sem til fellur utan fjárhagsáætlunar er vísað til endurskoðunar áætlunarinnar, kr 2.430.000,-
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað: "Gott og mikilvægt að farið verði í þessar brýnu endurbætur. Ég hefði viljað sjá þessa framkvæmd í fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins."
3.Áhorfendapallar og gólfefni í íþróttahúsið Sauðárkróki
Málsnúmer 0911074Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla frá Umhverfis- og tæknisviði Sveitarfélagins Skagafjarðar, þar sem kynntir eru mögulegir valkostir við að skipta út gólfi í sal íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Íþróttahreyfingin hefur boðist til að koma að verkinu með vinnuframlagi. Málið sent til fræðslunefndar og félags- og tómstundanefndar til umsagnar.
4.Efling verslunar í dreifbýli - ráðstefna
Málsnúmer 1106139Vakta málsnúmer
Boðað er til fjölþjóðlegarar ráðstefnu þar sem fjallað verður um úrræði til að efla litlar verslanir á landsbyggðinni. Ráðstefnan verður haldin á Húsavík 8. nóvember næstkomandi.
5.19. ársþing SSNV
Málsnúmer 1102045Vakta málsnúmer
Skv. grein 3,3 í lögum og þingsköpum SSNV þurfa sveitarfélögin að tilkynna um kjörna aðla og varafulltrúa á ársþing SSNV fyrir 1. júlí. Tilkynningar skulu berast á netfangið ssnv@ssnv.is Tilkynning um fulltrúar sveitarfélagsins hefur þegar verið send.
Fundi slitið - kl. 10:25.