Byggingarframkvæmdir við Árskóla - staða mála
Málsnúmer 1108048
Vakta málsnúmerByggingarnefnd Árskóla - 3. fundur - 15.07.2011
Jón Örn fór yfir fyrirliggjandi 3 tillögur og lagði fram skýringar og áætlanir um útfærslu þeirra. Þessar tillögur eru: a. Bygging D-álmu til norðurs og salar á austurhlið skv. teikningum frá 1997b. Nýbygging skv. teikningum frá 2009c. Bygging ofan á C-álmu og íþróttahús sem og salar á austurhlið skv. teikningum frá 2011Jóni Erni, Óskari og Herdísi falið að meta fyrirliggjandi tillögur með tilliti til þarfar fyrir fjölda fermetra. Í þeirri þarfagreiningu skal taka tillit til þarfa Tónlistarskólans fyrir kennsluhúsnæði og aðra aðstöðu. Þá var þeim einnig falið að leggja fram tillögu að röðun framkvæmda með tilliti til þess að hagræðing í rekstri náist sem allra fyrst í framkvæmdunum sem og með tilliti til faglegra sjónarmiða.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 562. fundur - 11.08.2011
Afgreiðsla 3. fundar byggingarnefndar Árskóla staðfest á 562. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.