Fara í efni

Endurskoðun skólastefnu

Málsnúmer 1108141

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 70. fundur - 24.08.2011

Skólastefna fyrir Skagafjörð var samþykkt í júní 2008. Æskilegt er að stefna sem þessi sé endurskoðuð með nokkurra ára millibili. Fræðslunefnd samþykkir að ráðist verði í endurskoðun stefnunnar á vetri komanda og verði tilbúin til umfjöllunar í fræðslunefnd á vormánuðum 2012. Fræðslunefnd samþykkir einnig fyrirliggjandi tillögu fræðslustjóra að verklagi við endurskoðunina.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 282. fundur - 20.09.2011

Afgreiðsla 70. fundar fræðslunefndar staðfest á 282. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 81. fundur - 22.10.2012

Helga Harðardóttir, kennsluráðgjafi, mætti á fundinn og kynnti þá vinnu sem farið hefur fram um endurskoðun á skólastefnu sveitarfélagsins. Fræðslunefnd fagnar þessari vinnu en frestar afgreiðslu á þeim tillögum til breytinga sem fram komu við endurskoðunina.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012

Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.