Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

81. fundur 22. október 2012 kl. 16:00 - 18:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir ritari
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir áheyrnarftr.
  • Úlfar Sveinsson varam.
  • Herdís Á. Sæmundardóttir fræðslustjóri
  • Sveinn Sigurbjörnsson skólastjóri
  • Óskar G. Björnsson grunnskólastjóri
  • Stefán Reynir Gíslason
  • Anna Kristín Jónsdóttir
  • Linda Björnsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Ósk um samstarf

Málsnúmer 1209168Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Veraldarvinum þar sem boðnir eru fram sjálfboðaliðar til vinnu við ýmis verkefni á árinu 2013.
Fræðslunefnd þakkar fyrir þann áhuga sem Veraldarvinir sýna á að vinna fyrir sveitarfélagið, en sér ekki möguleika á að nýta tilboðið.

2.Ársskýrslur leikskólanna 2011-2012

Málsnúmer 1208117Vakta málsnúmer

Ársskýrslu leikskólanna fyrir skólaárið 2011-2012 lagðar fram til kynningar.

3.Sjálfsmatsskýrslur leikskólanna 2011-2012

Málsnúmer 1208118Vakta málsnúmer

Sjálfsmatsskýrslur leikskólanna Birkilundar og Tröllaborgar lagðar fram til kynningar.

4.Eftirfylgni með úttekt á Árskóla 2010

Málsnúmer 1209119Vakta málsnúmer

Frá því er úttekt var gerð á Árskóla af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur markvisst verið unnið að bæta úr þeim athugasemdum sem fram komu í úttektinni. Fræðslunefnd fagnar þeirri vinnu sem lögð hefur verið í úrbæturnar og felur fræðslustjóra og skólastjóra Árskóla að svara erindinu. Jafnframt verður ráðuneytinu send ný skólanámskrá sem unnin hefur verið í samræmi við lög og nýja aðalnámskrá.

5.Skólanámskrá Árskóla 2012-2013

Málsnúmer 1210312Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skólanámskrá Árskóla sem unnin hefur verið í samræmi við lög og nýja aðalnámskrá. Fræðslunefnd fagnar þeirri vinnu sem skólinn hefur unnið við gerð skólanámskrár fyrir árið 2012-2013.

6.Samningur vegna styrks úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla

Málsnúmer 1210254Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur vegna styrks að upphæð kr. 350.000.- sem fræðsluþjónustunni var veittur Endurmenntunarsjóði grunnskóla árið 2011.

7.Fyrirspurn um biðlista í Árvist o.fl.

Málsnúmer 1210289Vakta málsnúmer

Málið kynnt og rætt. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

8.Endurskoðun skólastefnu

Málsnúmer 1108141Vakta málsnúmer

Helga Harðardóttir, kennsluráðgjafi, mætti á fundinn og kynnti þá vinnu sem farið hefur fram um endurskoðun á skólastefnu sveitarfélagsins. Fræðslunefnd fagnar þessari vinnu en frestar afgreiðslu á þeim tillögum til breytinga sem fram komu við endurskoðunina.

9.Samantekt vegna vinadags

Málsnúmer 1210048Vakta málsnúmer

Selma Barðdal, uppeldis- og sálfræðiráðgjafi, mætti á fundinn og kynnti framkvæmd vinadagsins sem haldinn var með öllum grunnskólabörnum og elstu börnum leikskóla í Skagafirði. Fræðslunefnd hvetur til þess að vinadagurinn verði árlegur viðburður í sveitarfélaginu.

10.Vinaliðar

Málsnúmer 1210148Vakta málsnúmer

Selma Barðdal, uppeldis- og sálfræðiráðgjafi, kynnti framhald vinnu við Vinaliðaverkefni. Fram kom að Selma mun kynna verkefnið á ráðstefnu mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Vaxtarsprotar í skólastarfi, 9.-10. nóvember n.k. Fræðslunefnd lýsir sérstakri ánægju með verkefnið og hvetur til þess að áfram verði unnið að innleiðingu þess.

11.Ósk um skólaakstur frá Hólum í Varmahlíð

Málsnúmer 1209020Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hafnar erindinu.

12.Skólaakstur - útboð

Málsnúmer 1209235Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir að samningar um skólaakstur í Skagafirði verði ekki endurnýjaðir, heldur verði akstursleiðir boðnar út að nýju á vormánuðum 2013. Fræðslustjóra falið að senda verktökum bréf með tilkynningu þessa efnis.

13.Beiðni um námsvist í tónlistarskóla í sveitarfélagi utan lögheimilis

Málsnúmer 1209101Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um að Sveitarfélagið Skagafjörður greiði hluta sveitarfélags í söngnámi framhaldsskólanema í Reykjavík. Fræðslunefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

14.Tónlistarskóli - ákvæði kjarasamnings

Málsnúmer 1210288Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Skólastjórnendum Tónlistarskóla Skagafjarðar vegna ákvæðis í kjarasamningum um sérstakt álag vegna 30 mínútna kennslu í viku. Erindinu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.

15.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer

Formaður kynnti fjárhagsramma fyrir fræðslumál fyrir árið 2013.

Fundi slitið - kl. 18:30.