Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
1.Ársskýrslur leikskólanna 2010-2011
Málsnúmer 1108122Vakta málsnúmer
2.Skólasamningur leikskóla
Málsnúmer 1108059Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að skólasamningi sem gerður er á milli foreldra og leikskóla. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög en leggur til að gjald, sem lagt er á þegar börn eru sótt of seint oftar en tvisvar á hverju mánaðartímabili, verði skýrt í gjaldskrá.
3.Innritunarreglur í leikskóla
Málsnúmer 1108061Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga til breytingar á innritunarreglum í leikskóla. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna eins og hún liggur fyrir.
4.Ársskýrslur grunnskólanna 2010-2011
Málsnúmer 1106092Vakta málsnúmer
Ársskýrslurog sjálfsmatsskýrslur grunnskóla Skagafjarðar fyrir skólaárið 2010-2011 lagðar fram og samþykktar
5.Fé til námsgagnakaupa
Málsnúmer 1107055Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úthlutun úr námsgagnasjóði fyrir árið 2011 til grunnskólanna í Skagafirði. Úthlutun úr námsgagnasjóði er grundvölluð á skilagreinum úr viðkomandi skólum. Ráðuneytinu bárust einungis upplýsingar úr tveimur af þremur grunnskólum héraðsins. Fræðslunefnd ítrekar mikilvægi þess að stjórnendur skóla fylgist vel með fyrirmælum og óskum af hálfu yfirvalda menntamála svo koma megi í veg fyrir mistök af þessu tagi í framtíðinni.
6.Breytingar á skólastjórabústað í Varmahlíð
Málsnúmer 1108021Vakta málsnúmer
Fundargerð Samstarfsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps lögð fram til kynningar.
7.Leiguhúsnæði fyrir skólastjóra
Málsnúmer 1108019Vakta málsnúmer
Fundargerð Samstarfsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps lögð fram til kynningar.
8.Breytingar á skólahúsnæði Varmahlíðarskóla
Málsnúmer 1108020Vakta málsnúmer
Fundargerð Samstarfsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps lögð fram til kynningar.
9.Ráðningasamningur við skólastjóra
Málsnúmer 1108018Vakta málsnúmer
Fundargerð Samstarfsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps lögð fram til kynningar.
10.Framlög úr Jöfnunarsjóði til eflingar tónlistarnáms
Málsnúmer 1108016Vakta málsnúmer
Reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda lagðar fram til kynningar. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra í samstarfi við skólastjóra tónlistarskóla og sveitarstjóra að aðlaga reglur þessar að starfsemi Tónlistarskóla Skagafjarðar.
11.Endurskoðun skólastefnu
Málsnúmer 1108141Vakta málsnúmer
Skólastefna fyrir Skagafjörð var samþykkt í júní 2008. Æskilegt er að stefna sem þessi sé endurskoðuð með nokkurra ára millibili. Fræðslunefnd samþykkir að ráðist verði í endurskoðun stefnunnar á vetri komanda og verði tilbúin til umfjöllunar í fræðslunefnd á vormánuðum 2012. Fræðslunefnd samþykkir einnig fyrirliggjandi tillögu fræðslustjóra að verklagi við endurskoðunina.
Fundi slitið - kl. 16:05.
Ársskýrslur og sjálfsmatsskýrslur leikskóla Skagafjarðar fyrir skólaárið 2010-2011 lagðar fram og samþykktar.