Fara í efni

Tillaga frá fulltrúa Samfylkingar

Málsnúmer 1109186

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 282. fundur - 20.09.2011

Þorsteinn Tómas Broddason tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu frá Samfylkingunni.

"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að unnar verði siðareglur fyrir kjörna fulltrúa sveitarfélagsins. Skipuð verði fimm manna nefnd með fulltrúum allra flokka, sem vinni tillögur að siðareglum. Skipað verði í nefndina á næsta fundi sveitarstjórnar þann 18. október 2011. Nefndin skal skila tillögum að siðareglum til sveitarstjórnar fyrir 31.12.2011."

Greinargerð:

Markmið með þessari tillögu er að farið verði í það að skilgreina það hátterni og viðmót sem kjörnum fulltrúum ber að sýna við störf sín á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Með kjörnum fulltrúum er átt við sveitarstjórnarfulltrúa og alla aðra sem kjörnir eru til setu í nefndum og ráðum hjá Sveitarfélaginu.

Siðareglur eru m.a. leiðbeiningar um það hvernig æskilegt er að kjörnir fulltrúar bregðist við þegar siðferðileg álitamál koma upp í störfum þeirra.. Siðareglur gefa skýrt til kynna hvaða gildi kjörnir fulltrúar telja mikilvæga fyrir menningu innan sveitarstjórnargeirans, hvetja til faglegra vinnubragða, auka samkennd og samheldni ólíkra flokka, upplýsa um hvaða atriði kjörnir fulltrúar leggja áherslu á í samskiptum við almenning og þær minnka líkurnar á áföllum og hneykslismálum.

Á undanförnum árum hafa sveitarfélög unnið og samþykkt siðareglur kjörinna fulltrúa.

Þorsteinn Tómas Broddason, Samfylkingunni.

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði til að tillögunni verði vísað til byggðarráðs og lagði fram eftirfarandi bókun:

?Í drögum að frumvarpi til sveitarstjórnarlaga frá 28. desember 2010 er ákvæði í 29. grein um siðareglur og góða starfshætti. Þar kemur fram að sveitarstjórnum sé heimilt að setja sér siðareglur og hafa nokkur sveitarfélög nú þegar sett slíkar reglur. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2009 ályktaði einnig um að það mælti með því að sveitarstjórnir settu sér siðareglur. Sveitarstjóri hefur á undanförnum vikum safnað efni og kynnt sér siðareglur sem sum sveitarfélög hafa sett sér með það að leiðarljósi að farið verði yfir hvort og þá hvernig reglur í þeim efnum verði settar fyrir sveitarfélagið Skagafjörð. Um málið verður fjallað í byggðaráði og tillaga er samfylkingarinnar innlegg í þá umræðu.?

Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson.

Jón Magnússon kvaddi sér hljóðs, þá Þorsteinn Tómas Broddason og Stefán Vagn Stefánsson.

Forseti bar upp tillögu Stefáns Vagns Stefánssonar, um að vísa tillögu Þorsteins Tómasar Broddasonar til byggðarráðs, og var það samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 566. fundur - 22.09.2011

Lögð fram tillaga frá Samfylkingunni sem vísað var frá 282. fundi sveitarstjórnar til byggðarráðs, um að unnar verði siðareglur fyrir kjörna fulltrúa sveitarfélagsins.

Tillaga frá Samfylkingunni um siðareglur

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að unnar verði siðareglur fyrir kjörna fulltrúa sveitarfélagsins. Skipuð verði fimm manna nefnd með fulltrúum allra flokka, sem vinni tillögur að siðareglum. Skipað verði í nefndina á næsta fundi sveitarstjórnar þann 18. október 2011. Nefndin skal skila tillögum að siðareglum til sveitarstjórnar fyrir 31.12.2011.

Greinargerð:

Markmið með þessari tillögu er að farið verði í það að skilgreina það hátterni og viðmót sem kjörnum fulltrúum ber að sýna við störf sín á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Með kjörnum fulltrúum er átt við sveitarstjórnarfulltrúa og alla aðra sem kjörnir eru til setu í nefndum og ráðum hjá Sveitarfélaginu.

Siðareglur eru m.a. leiðbeiningar um það hvernig æskilegt er að kjörnir fulltrúar bregðist við þegar siðferðileg álitamál koma upp í störfum þeirra.. Siðareglur gefa skýrt til kynna hvaða gildi kjörnir fulltrúar telja mikilvæga fyrir menningu innan sveitarstjórnargeirans, hvetja til faglegra vinnubragða, auka samkennd og samheldni ólíkra flokka, upplýsa um hvaða atriði kjörnir fulltrúar leggja áherslu á í samskiptum við almenning og þær minnka líkurnar á áföllum og hneykslismálum.

Á undanförnum árum hafa sveitarfélög unnið og samþykkt siðareglur kjörinna fulltrúa.

Þorsteinn Tómas Broddason, Samfylkingunni.

Sveitarstjóra falið að vinna áfram að tillögu að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa. Stefnt skal að því, að þeirri vinnu skuli lokið fyrir áramót 2011-2012

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 566. fundar byggðaráðs staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.