Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Jafnréttisáætlun 2010-2014
Málsnúmer 1008033Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri og formaður félags- og tómstundnefndar mættu á fundinn til að kynna drög að jafnréttisáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Byggðarráð lýsir ánægju með framkomin drög og hvetur til áframhaldandi vinnu við verkefnið.
2.Endurkjör fulltrúa í stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga
Málsnúmer 1109144Vakta málsnúmer
Vegna andláts Stefáns Guðmundssonar þarf að tilnefna nýjan fulltrúa í stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga út núverandi kjörtímabil. Lögð fram tillaga um að Stefán Vagn Stefánsson taki sæti hans. Samþykkt.
3.Stóra-Vatnsskarð- umsagnarb.vegna rekstarleyfi
Málsnúmer 1109093Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Benidikts Benidiktssonar, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir gistingu að Stóra-Vatnsskarði, 560 Varmahlíð. Gististaður flokkur III.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
4.Tilboð í hlutafé í Íshestum ehf
Málsnúmer 1109058Vakta málsnúmer
Erindið áður á dagskrá 565. fundi byggðarráðs. Til kynningar.
5.Tillaga frá fulltrúa Samfylkingar
Málsnúmer 1109186Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga frá Samfylkingunni sem vísað var frá 282. fundi sveitarstjórnar til byggðarráðs, um að unnar verði siðareglur fyrir kjörna fulltrúa sveitarfélagsins.
Tillaga frá Samfylkingunni um siðareglur
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að unnar verði siðareglur fyrir kjörna fulltrúa sveitarfélagsins. Skipuð verði fimm manna nefnd með fulltrúum allra flokka, sem vinni tillögur að siðareglum. Skipað verði í nefndina á næsta fundi sveitarstjórnar þann 18. október 2011. Nefndin skal skila tillögum að siðareglum til sveitarstjórnar fyrir 31.12.2011.
Greinargerð:
Markmið með þessari tillögu er að farið verði í það að skilgreina það hátterni og viðmót sem kjörnum fulltrúum ber að sýna við störf sín á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Með kjörnum fulltrúum er átt við sveitarstjórnarfulltrúa og alla aðra sem kjörnir eru til setu í nefndum og ráðum hjá Sveitarfélaginu.
Siðareglur eru m.a. leiðbeiningar um það hvernig æskilegt er að kjörnir fulltrúar bregðist við þegar siðferðileg álitamál koma upp í störfum þeirra.. Siðareglur gefa skýrt til kynna hvaða gildi kjörnir fulltrúar telja mikilvæga fyrir menningu innan sveitarstjórnargeirans, hvetja til faglegra vinnubragða, auka samkennd og samheldni ólíkra flokka, upplýsa um hvaða atriði kjörnir fulltrúar leggja áherslu á í samskiptum við almenning og þær minnka líkurnar á áföllum og hneykslismálum.
Á undanförnum árum hafa sveitarfélög unnið og samþykkt siðareglur kjörinna fulltrúa.
Þorsteinn Tómas Broddason, Samfylkingunni.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að tillögu að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa. Stefnt skal að því, að þeirri vinnu skuli lokið fyrir áramót 2011-2012
6.Ungmennaráð sveitarfélaga
Málsnúmer 1109061Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi ungmennaráð sveitarfélaga. Erindið fer til umfjöllunar og afgreiðslu hjá félags- og tómstundanefnd.
Fundi slitið - kl. 10:03.