Umsókn um styrk vegna uppbyggingarstarfs við Klasann 65,45°N.
Málsnúmer 1110023
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011
Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Lögð fram umsókn frá Klasanum 65,45°N þar sem einnig hefur verið nefndur "Litli Skógur", samanstendur af hópi skagfirskra einstaklinga og fyrirtækja þeirra sem starfa við kvikmyndagerð og tónlist. Klasinn flutti í leiguhúsnæði við Aðalgötu 24 á Sauðárkróki í desember 2010 og hefur haldið úti öflugri og vaxandi starfsemi á sínu sviði frá þeim tíma.
Nefndin samþykkir að veita klasanum styrk upp á kr. 300.000. til uppbyggingarstarfs.
Viggó Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.