Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

76. fundur 12. október 2011 kl. 09:00 - 11:07 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon starfsm. mark.- þróunarsviðs
  • Pálmi Sigurður Sighvats varam. áheyrnarftr.
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Rekstur tjaldstæða 2011

Málsnúmer 1101201Vakta málsnúmer

Halldór Gunnlaugsson og Hildur Þóra Magnúsdóttir, sem tóku að sér rekstur tjaldstæða sveitarfélagsins með samningi sl. vor til næstu fimm ára. Rekstur svæðanna gekk í heildina vel, aukning var í gestafjölda þrátt fyrir að sumarið hafi ekki verið hagstætt veðurfarslega.

Rætt um aðstöðu sem í boði er á tjaldstæðunum á Hofsósi, í Varmahlíð og á Sauðárkróki og framtíðarskipulag þeirra.

2.Rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð 2011

Málsnúmer 1102078Vakta málsnúmer

Ólafur Sigmarsson frá KS kom til fundarins og ræddi um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð í sumar, en gerður var samningur milli KS og sveitarfélagsins um rekstur hennar í byrjun sumars. Rekstur miðstöðvarinnar hefur gengið vel í sumar og mikill fjöldi gesta hefur sótt hana heim. Rætt um leiðir til að auka sýnileika miðstöðvarinnar og auka fjölbreytileika kynningarefnis sem þar er í boði.

3.Umsókn um styrk vegna uppbyggingarstarfs við Klasann 65,45°N.

Málsnúmer 1110023Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Klasanum 65,45°N þar sem einnig hefur verið nefndur "Litli Skógur", samanstendur af hópi skagfirskra einstaklinga og fyrirtækja þeirra sem starfa við kvikmyndagerð og tónlist. Klasinn flutti í leiguhúsnæði við Aðalgötu 24 á Sauðárkróki í desember 2010 og hefur haldið úti öflugri og vaxandi starfsemi á sínu sviði frá þeim tíma.

Nefndin samþykkir að veita klasanum styrk upp á kr. 300.000. til uppbyggingarstarfs.

Viggó Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

4.Framtíð áætlunarflugs til Sauðárkróks

Málsnúmer 1109260Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu mála varðandi vinnu við að tryggja framtíð áætlunarflugs til Sauðárkróks. Á fundi sem haldin var nýlega með forsvarsmönnum fyrirtækja og stofnanna í Skagafirði, þar sem fulltrúar sveitarfélagsins og flugfélagsins Arna sátu, var ákveðið að skipa starfshóp til að vinna áfram að málinu. Nefndin tilnefnir Stefán Vagn Stefánsson fyrir hönd sveitarfélagsins, en aðrir í hópnum verða Gunnsteinn Björnsson fyrir fyrirtæki, Svanhildi Guðmundsdóttir fyrir stofnanir, Svanhildur Pálsdóttir fyrir ferðaþjónustuna, Bjarni Jónsson formaður stjórnar SSNV og Ásgeir Þorsteinsson fyrir hönd flugfélagsins Arna. Sigfús Ingi Sigfússon mun vinna með hópnum. Óskað verður eftir því að Innanríkisráðuneytið tilnefni tengilið til að vinna með hópnum.

5.Global Outlook for Carbon Fiber, ráðstefna í Seattle 2011

Málsnúmer 1110024Vakta málsnúmer

Áskell Heiðar lagði fram til kynningar samantekt eftir ráðstefnu um vinnslu koltrefja sem hann sótti í Bandaríkjunum í síðustu viku. Ákveðið að ræða málið nánar á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 11:07.