Fara í efni

Skemmd á örkum vegna álfta

Málsnúmer 1110075

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 158. fundur - 11.10.2011

Landbúnaðarnefnd vill vekja athygli umhverfisráðherra á því mikla tjóni sem álft veldur á ökrum bænda. Álftin hefur verið friðuð frá 1913 og ekki eru vísbendingar um að hún sé í útrýmingarhættu þvert á móti virðist stofninn stækka. Landbúnaðarnefnd leggur til við umhverfisráðherra að bændur fái heimild til að verja lönd sín fyrir ágangi álftarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 158. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.