Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

158. fundur 11. október 2011 kl. 11:00 - 15:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varaform.
  • Haraldur Þór Jóhannsson ritari
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ingibjörg H Hafstað varam. áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Skil á skýrslu um refa- og minnkaveiðar

Málsnúmer 1108254Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dagsett 19.08.2011 og varðar skil á skýrslum um refa- og minkaveiðar á veiðiárinu 2010-2011.Farið yfir veiðitölur ársins og borið saman við fjármagn til ráðstöfunar í þennan lið. Alls veiddust 157 minkar sem er minna en ráð var fyrir gert og 302 refir sem er meira en áætlað var. Áætlaður kostnaður vegna refaveiði er um kr. 4.320.000.- og til minkaveiði kr. 900.000.- Liðurinn er innan fjárhagsramma ársins.

2.Drög að samngingi vegna nátthaga

Málsnúmer 1110072Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi milli fjallskilanefndar framhluta Skagafjarðar annars vegar og Rósu Björnsdóttur og Guðmundar Lárussonar hinsvegar varðandi afnot á landi úr jörðunum Hvíteyrum og Hornbrekku. Umrætt land er eingöngu ætlað til afnota fyrir fjallskiladeildina í septembermánuði ár hvert meðan göngur og réttir fara fram. Samþykkt að ganga frá samningi við landeigendur í samvinnu við fjallskiladeild.

3.Viðhald skilarétta

Málsnúmer 1110073Vakta málsnúmer

Rætt um viðhald skilarétta. Áhersla á að fá á fjárhagsáætlun fjármagn til endurbóta á Mælifellsrétt. Skoða þarf stærðarþörf réttarinnar og vinna tillögur að endurbótum ásamt kostnaðaráætlun. Tæknideild falið að vinna að málinu.

4.Hólavellir í Fljótum - ósk um leigu

Málsnúmer 1107101Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Núma Jónssyni þar sem hann óskar eftir að fá á leigu um óákveðin tíma jörðina Hólavelli í Fljótum. Samþykkt að leigja Núma jörðina og gera við hann skriflegan leigusamning.

5.Lífrænn úrgangur frá bændum og búfjáreigendum

Málsnúmer 1104027Vakta málsnúmer

Jón Örn gerði grein fyrir söfnun á dýrahræjum úr dreifbýlinu. Ekki er heimilt að dýrahræ fari í söfnunargáma og því þarf að urða þau sérstaklega þar sem ekki er tekið á móti þessum úrgangi á nýjum urðunarstað við Stekkjarvík. Á fundi Landbúnaðarnefndar 13. apríl sl. var samþykkt að fara í skipulega söfnun sem kynnt var bændum sérstaklega í Fréttabréfi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar. Landbúnaðarnefnd hefur áhyggjur af auknum kostnaði við sorphirðu og óskar eftir fundi með umhverfis- og samgöngunefnd um þessi mál

6.Fyrirhuguð hækkun leigugjalds

Málsnúmer 1109161Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd gerir athugasemd við einhliða hækkun leigugjalds. Óskað er eftir lengri fresti frá ráðuneytinu til að yfirfara málið.

7.Girðingar

Málsnúmer 1108034Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Rúnari Páli Hreinssyni dagsett 4 ágúst 2011 varðandi girðingar með Deildardalsvegi. Óskað er eftir aðkomu sveitarféagsins að málinu. Samþykkt að ræða við Vegagerðina um girðingarmál með vegum.

8.Markaskrá 2012

Málsnúmer 1110074Vakta málsnúmer

Gefa þarf út nýja markaskrá á árinu 2012. Samþykkt að Sigurður Haraldsson og Haraldur Þór Jóhannsson verði fulltrúar landbúnaðarnefndar við verkefnið ásamt Lilju Ólafsdóttur markaverði sveitarfélagsins.

9.Skemmd á örkum vegna álfta

Málsnúmer 1110075Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd vill vekja athygli umhverfisráðherra á því mikla tjóni sem álft veldur á ökrum bænda. Álftin hefur verið friðuð frá 1913 og ekki eru vísbendingar um að hún sé í útrýmingarhættu þvert á móti virðist stofninn stækka. Landbúnaðarnefnd leggur til við umhverfisráðherra að bændur fái heimild til að verja lönd sín fyrir ágangi álftarinnar.

10.Minkarækt í Skagafirði

Málsnúmer 1110076Vakta málsnúmer

Sigurjón óskaði eftir umræðu um fóðurgerð í Skagafirði. Einar Einarsson gerði grein fyrir fóðurframleiðslunni hér og því gæðakerfi sem fóðurstöðin á Sauðárkróki vinnur eftir. Lögð fram gögn um efna og örveruinnihald fóðurs úr fóðurstöðinni. Sigurjón þakkaði greinargóð svör.

11.Beitilönd í Hofsós, málefni fjalllskiladeildar

Málsnúmer 1110077Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu Guðrún Þorvaldsdóttir og Bjarni Þórisson frá fjallskiladeild Hofsós- og Unadals til fundar við nefndina. Landbúnaðarnefnd leggur til að beitiland sveitarféalgsins í Hofsósi verði mælt og gerðir um það skriflegir samningar við notendur. Fjallskilanefndin og landbúnaðarnefndin fara saman í að skoða fyrirkomuleg beitarmála í Hofsósi og geri um það fastmótaðar reglur.Þá voru lagðir fram reikningar vegna björgunar á hrossum í Unadal haustið 2010. Heildarkostnaður fjallskiladeildar vegna þessa er kr. 110.000.- Guðrúnu og Bjarna þökkuð koman og greinagóðar upplýsingar.

12.Þjóðlendukröfur

Málsnúmer 0801016Vakta málsnúmer

Málið varðar úrskurð óbyggðarnefndar þann 10.10.2011. Mál nr. 2/2009, Skagafjörður ásamt almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar. Málið skiptist í sjö ágreiningssvæði. Niðurstaða óbyggðarnefndar eru að tvö þeirra eru eignarlönd að öllu leyti og fimm þeirra eru þjóðlendur en jafnframt afréttir. Eignarlönd eru samkvæmt úrskurðinum Almenningur norðan Hrauna og Kolbeinsdalsafrétt (Hólaafrétt). Samkvæmt úrskurðinum eru eftirtalin svæði þjóðlenda og afréttur eða í afréttareign. Hrollleifsdalsafrétt, Flókadalsafrétt, Unadals- og Deildardalsafréttir í Sveitarfélaginu Skagafirði og Silfrastaðaafrétt og Krossland í Akrahreppi. Málið lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.