Útgreiðsla úr varasjóði Byggðasamlags um málefni fatlaðra á NLV.
Málsnúmer 1110192
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011
Afgreiðsla 576. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 580. fundur - 26.01.2012
Erindið áður tekið fyrir á 576. fundi byggðarráðs. Undir þessum dagskrárlið kom á fundinn Jón Karlsson til viðræðu. Mælti hann með tveimur forgangsverkefnum; lyfta í Safnahús Skagfirðinga og lagfæring gangstéttabrúna við gatnamót.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012
Afgreiðsla 580. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi útgreiðslu fjár úr varasjóði Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra samkvæmt tillögu sem samþykkt var á 19. ársþingi SSNV 26.-27. ágúst 2011. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Sjálfsbjargar í Skagafirði og Jón Karlsson. Ákveðið að hittast aftur í janúar á næsta ári og fara yfir tillögur til úrbóta í ferlimálum í sveitarfélaginu.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Samfylkingin fagnar þeim áhuga sem kominn er á ferlimálum í Sveitarfélaginu og vonar sem mest af þeim tillögum sem berast um umbætur rati inn á framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2012. Hinsvegar er það þannig að þeir fjármunir sem hér um ræðir voru upphaflega hugsaðir til þjónustu við fatlaða einstaklinga á meðan framkvæmdir vegna ferlimála eru lögum samkvæmt hlutverk Eignasjóðs. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið framsækið í að þróa þjónustu við fatlaða og vel menntað og gott starfsfólk sveitarfélagsins hefur verið duglegt að koma með nýjungar á þessu sviði. Sjóður sem hægt væri að sækja í fjármagn til verkefna og verkefnaþróunar gæti nýst vel til framtíðar, og orðið til þess að bæta þjónustuna og gera hana hagkvæmari til lengri tíma litið. Einnig gæti sjóður sem þessi nýst til að taka á óvæntum verkefnum sem ekki eru greidd með öðrum hætti, samanber lengd viðvera fatlaðra skólabarna. Samfylkingin leggur því til að fjármunir þeir sem hér er um rætt verði settir í sérstakan þróunarsjóð þjónustu fatlaðra en ekki til að niðurgreiða framkvæmdir eignasjóðs.
Þorsteinn Tómas Broddason