Fara í efni

Slökkvistöð við Sæmundargötu - reglubundin skoðun.

Málsnúmer 1110228

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 569. fundur - 27.10.2011

Lögð fram skoðunarskýrsla fulltrúa Vinnueftirlitsins vegna reglubundinnar skoðunar á slökkvistöðinni við Sæmundargötu á Sauðárkróki. Gerðar eru athugasemdir um skort á áætlun um öryggi og heilbrigði starfsmanna, ásamt því að úrbóta er þörf er varðar loftræstingu, starfsmannarými, neyðarútganga á efri hæð húsnæðisins.

Byggðarráð samþykkir að fela tæknideild sveitarfélagsins að gera kostnaðaráætlun í samvinnu við slökkviliðsstjóra, á þeim liðum er varða húsnæðið og búnað þess.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 573. fundur - 24.11.2011

Lagt fram ítrekunarbréf frá Vinnueftirlitinu, sem sent er í framhaldi af skoðun stofnunarinnar á húsnæði slökkvistöðvarinnar við Sæmundargötu. Um er að ræða kröfur um úrbætur í starfsmannaaðstöðu og á loftræstingu og afsogsbúnaði í bifreiða- og tækjageymslu. Málið áður á dagskrá á 569. fundi byggðarráðs.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir frekari fresti til að leggja fram tímasetta áætlun á úrbótum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Afgreiðsla 569. fundar byggðaráðs staðfest á 284. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Afgreiðsla 573. fundar byggðaráðs staðfest á 284. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæði.