Lagt fram erindi frá 16 foreldrum barna í leikskólanum Ársölum, dags. 2. nóvember s.l., þar sem lýst er óánægju með breytingar á fundartíma leikskólastarfsmanna. Telja foreldrar þessir óviðunandi að leggja niður hefðbundna starfsemi leikskólans í alls tvo daga á ári vegna starfsmannafunda. Fræðslunefnd upplýsir að ákvörðun um að færa starfsmannafundi inn á dagvinnutíma starfsfólks í upphafi þessa skólaárs var gerð í hagræðingarskyni. Með þessu fyrirkomulagi er sveitarfélagið jafnframt að gefa starfsfólki leikskólans tækifæri til að vinna að faglegum störfum í þágu leikskólabarna á dagvinnutíma líkt og aðrar sambærilegar starfsstéttir geta gert. Fræðslunefnd hvetur stjórnendur leik- og grunnskóla til aukins samráðs vegna þessa. Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún taki undir með afstöðu foreldra og óskar eftir að betri lausn verði fundin.
Lagt fram erindi frá 16 foreldrum barna í leikskólanum Ársölum, dags. 2. nóvember s.l., þar sem lýst er óánægju með breytingar á fundartíma leikskólastarfsmanna. Telja foreldrar þessir óviðunandi að leggja niður hefðbundna starfsemi leikskólans í alls tvo daga á ári vegna starfsmannafunda. Fræðslunefnd upplýsir að ákvörðun um að færa starfsmannafundi inn á dagvinnutíma starfsfólks í upphafi þessa skólaárs var gerð í hagræðingarskyni. Með þessu fyrirkomulagi er sveitarfélagið jafnframt að gefa starfsfólki leikskólans tækifæri til að vinna að faglegum störfum í þágu leikskólabarna á dagvinnutíma líkt og aðrar sambærilegar starfsstéttir geta gert. Fræðslunefnd hvetur stjórnendur leik- og grunnskóla til aukins samráðs vegna þessa. Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún taki undir með afstöðu foreldra og óskar eftir að betri lausn verði fundin.