Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
1.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2012
Málsnúmer 1111093Vakta málsnúmer
2.Starfsáætlun Fræðsluþjónustu 2011-2012
Málsnúmer 1110148Vakta málsnúmer
Starfsáætlun fræðsluþjónustu fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
3.Flutningur á leikskólanum Birkilundi í Varmahlíðarskóla
Málsnúmer 1111039Vakta málsnúmer
Lögð fram viljayfirlýsing/áskorun frá skólastjórum leik- og grunnskólans í Varmahlíð til rekstraraðila skólanna, dags. 1. nóvember s.l., þar sem hvatt er til að leikskólinn verði fluttur í húsnæði grunnskólans. Málið hefur áður komið til byggðarráðs sem fagnaði frumkvæði skólastjóranna og fól fræðslustjóra að vinna með þeim að framgangi málsins. Fræðslunefnd tekur undir bókun byggðarráðs. Þau rök sem með þessu mæla eru hvoru tveggja af fjárhagslegum og faglegum. Með þessu yrði til skólasamfélag þriggja skólastiga, leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla í einni starfsstöð, sem mun efla nálgun á nútíma skólastarf sem kallar á aukna samfellu í námi barna.
4.Nútíð og framtíð náttúrugripasafnsins í Varmahlíðarskóla
Málsnúmer 1110267Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá skólastjóra Varmahlíðarskóla, dags. 28. október s.l., um þann hluta Náttúrugripasafnsins sem vistaður er í húsnæði grunnskólans. Fræðslunefnd óskar eftir því að menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins taki erindið til umfjöllunar.
5.Óánægja með starfsdaga - undirskriftarlisti
Málsnúmer 1111054Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá 16 foreldrum barna í leikskólanum Ársölum, dags. 2. nóvember s.l., þar sem lýst er óánægju með breytingar á fundartíma leikskólastarfsmanna. Telja foreldrar þessir óviðunandi að leggja niður hefðbundna starfsemi leikskólans í alls tvo daga á ári vegna starfsmannafunda. Fræðslunefnd upplýsir að ákvörðun um að færa starfsmannafundi inn á dagvinnutíma starfsfólks í upphafi þessa skólaárs var gerð í hagræðingarskyni. Með þessu fyrirkomulagi er sveitarfélagið jafnframt að gefa starfsfólki leikskólans tækifæri til að vinna að faglegum störfum í þágu leikskólabarna á dagvinnutíma líkt og aðrar sambærilegar starfsstéttir geta gert. Fræðslunefnd hvetur stjórnendur leik- og grunnskóla til aukins samráðs vegna þessa. Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún taki undir með afstöðu foreldra og óskar eftir að betri lausn verði fundin.
6.Skólaakstur
Málsnúmer 1111052Vakta málsnúmer
Fjallað um vegalengdir í skólaakstri. Minnt er á að uppsagnarákvæði í samningum við skólabílstjóra eru í gildi í desembermánuði með gildistöku uppsagnar við lok yfirstandandi skólaárs.
7.Forfallakennsla
Málsnúmer 1111085Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags. 21. júní s.l., um forfallakennslu í grunnskólum. Í erindinu er áréttað að vikulegur kennslustundafjöldi hvers nemanda í grunnskóla skal vera að lágmarki 1200 mínútur í 1.-4. bekk, 1400 mínútur í 5.-7. bekk og 1480 mínútur í 8.-10. bekk. Tilefni bréfsins eru upplýsingar og ábendingar um að forfallakennsla í grunnskólum hafi víða ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti. Fræðslunefnd upplýsir að ábendingar þessar eiga ekki við grunnskólana í Skagafirði.
8.Valgreinar í grunnskólum
Málsnúmer 1110063Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla um niðurstöður könnunar á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um valáfanga í grunnskólum í apríl-júní 2011.
9.Sjálfsmatsskýrsla Grunnskólans austan Vatna
Málsnúmer 1111050Vakta málsnúmer
Sjáflsmatsskýrsla fyrir Grunnskólann austan Vatna fyrir árið 2010-2011 lögð fram.
10.Tillaga að breytingum á gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar
Málsnúmer 1111095Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Fundi slitið - kl. 16:30.
Formaður upplýsti að rammi fyrir fjárhagsáætlun yrði gefinn út á byggðarráðsfundi morgun, fimmtudaginn 17. nóvember.Ákveðið að halda fund mánudaginn 21. nóvember n.k.kl. 15:00 til frekari umræðna um fjárhagsáætlun.