Fara í efni

Fjárhagsáætlun atvinnumála 2012

Málsnúmer 1111075

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 77. fundur - 09.12.2011

Rætt um drög að fjárhagsáætlun atvinnumála fyrir árið 2012. Nefndin samþykkir að leggja til að framlög til málaflokka nefndarinnar verði kr. 35.016.000 á árinu 2012. Samþykkt að vísa áætluninni til byggðarráðs.

Nefndin samþykkir að leggja til að SSNV gangi til samninga við Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi um að semja fyrir hönd sveitarfélaganna þ.m.t. Skagafjarðar um áframhaldandi samstarf. Samþykkt að vísa þessari tillögu til Byggðarráðs til umfjöllunar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Forseti leggur til hluti að eftirfarandi bókunar 77. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012 "Rætt um drög að fjárhagsáætlun atvinnumála fyrir árið 2012.Nefndin samþykkir að leggja til að framlög til málaflokka nefndarinnar verði kr. 35.016.000 á árinu 2012.

Samþykkt samhljóða.

Forseti leggur til að hluti eftirfarandi bókunar 77. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar, verði vísað til næsta byggðarráðsfundar. "Nefndin samþykkir að leggja til að SSNV gangi til samninga við Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi um að semja fyrir hönd sveitarfélaganna þ.m.t. Skagafjarðar um áframhaldandi samstarf. Samþykkt að vísa þessari tillögu til Byggðarráðs til umfjöllunar." Samþykkt samhljóða.