Fjárhagsáætlun atvinnumála 2012
Málsnúmer 1111075
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011
Forseti leggur til hluti að eftirfarandi bókunar 77. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012 "Rætt um drög að fjárhagsáætlun atvinnumála fyrir árið 2012.Nefndin samþykkir að leggja til að framlög til málaflokka nefndarinnar verði kr. 35.016.000 á árinu 2012.
Samþykkt samhljóða.
Forseti leggur til að hluti eftirfarandi bókunar 77. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar, verði vísað til næsta byggðarráðsfundar. "Nefndin samþykkir að leggja til að SSNV gangi til samninga við Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi um að semja fyrir hönd sveitarfélaganna þ.m.t. Skagafjarðar um áframhaldandi samstarf. Samþykkt að vísa þessari tillögu til Byggðarráðs til umfjöllunar." Samþykkt samhljóða.
Rætt um drög að fjárhagsáætlun atvinnumála fyrir árið 2012. Nefndin samþykkir að leggja til að framlög til málaflokka nefndarinnar verði kr. 35.016.000 á árinu 2012. Samþykkt að vísa áætluninni til byggðarráðs.
Nefndin samþykkir að leggja til að SSNV gangi til samninga við Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi um að semja fyrir hönd sveitarfélaganna þ.m.t. Skagafjarðar um áframhaldandi samstarf. Samþykkt að vísa þessari tillögu til Byggðarráðs til umfjöllunar.