Atvinnu- og ferðamálanefnd
1.Fjárhagsáætlun atvinnumála 2012
Málsnúmer 1111075Vakta málsnúmer
2.Ályktun varðandi samstarfssamning við MFN
Málsnúmer 1111074Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar ályktun frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði þar sem félagið lýsir áhyggjum sínum varðandi uppsögn samnings við Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi.
3.Styrkbeiðni
Málsnúmer 1110161Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni um styrk frá félaginu Landsbyggðin lifi. Nefndin samþykkir að styrkja félagið um kr. 50.000.
4.Skipulagning fuglaskoðunar í Skagafirði
Málsnúmer 1112123Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað frá starfsmönnum nefndarinnar þar sem lagt er til að nefndin skoði sérstaklega hvernig hægt sé að styðja við bakið á þeirri uppbyggingu á ferðaþjónustu tengdri fuglaskoðun sem nú er unnið að á vettvangi Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði. Nefndin lýsir áhuga á því að taka þátt í vinnu við verkefnið og samþykkir að óska eftir fundi með Félagi ferðaþjónustunnar og öðrum hlutaðeigandi um málið. Mikilvægt er að hafa gott samstarf við Skipulags- og byggingarnefnd og aðrar nefndir sveitarfélagsins sem málið varðar um þessi mál.
5.Skagafjörður allt árið
Málsnúmer 1112122Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað frá starfsmönnum nefndarinnar þar sem lagt er til að nefndin, í samvinnu við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu í héraðinu, beiti sér fyrir umræðu og stefnumótun í vetrarferðaþjónustu í Skagafirði. Samþykkt að standa fyrir opnum fundi um málefnið í janúar.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Rætt um drög að fjárhagsáætlun atvinnumála fyrir árið 2012. Nefndin samþykkir að leggja til að framlög til málaflokka nefndarinnar verði kr. 35.016.000 á árinu 2012. Samþykkt að vísa áætluninni til byggðarráðs.
Nefndin samþykkir að leggja til að SSNV gangi til samninga við Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi um að semja fyrir hönd sveitarfélaganna þ.m.t. Skagafjarðar um áframhaldandi samstarf. Samþykkt að vísa þessari tillögu til Byggðarráðs til umfjöllunar.