Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

77. fundur 09. desember 2011 kl. 15:30 - 17:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Pálmi Sigurður Sighvats varam.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon starfsm. mark.- þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun atvinnumála 2012

Málsnúmer 1111075Vakta málsnúmer

Rætt um drög að fjárhagsáætlun atvinnumála fyrir árið 2012. Nefndin samþykkir að leggja til að framlög til málaflokka nefndarinnar verði kr. 35.016.000 á árinu 2012. Samþykkt að vísa áætluninni til byggðarráðs.

Nefndin samþykkir að leggja til að SSNV gangi til samninga við Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi um að semja fyrir hönd sveitarfélaganna þ.m.t. Skagafjarðar um áframhaldandi samstarf. Samþykkt að vísa þessari tillögu til Byggðarráðs til umfjöllunar.

2.Ályktun varðandi samstarfssamning við MFN

Málsnúmer 1111074Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði þar sem félagið lýsir áhyggjum sínum varðandi uppsögn samnings við Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi.

3.Styrkbeiðni

Málsnúmer 1110161Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um styrk frá félaginu Landsbyggðin lifi. Nefndin samþykkir að styrkja félagið um kr. 50.000.

4.Skipulagning fuglaskoðunar í Skagafirði

Málsnúmer 1112123Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá starfsmönnum nefndarinnar þar sem lagt er til að nefndin skoði sérstaklega hvernig hægt sé að styðja við bakið á þeirri uppbyggingu á ferðaþjónustu tengdri fuglaskoðun sem nú er unnið að á vettvangi Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði. Nefndin lýsir áhuga á því að taka þátt í vinnu við verkefnið og samþykkir að óska eftir fundi með Félagi ferðaþjónustunnar og öðrum hlutaðeigandi um málið. Mikilvægt er að hafa gott samstarf við Skipulags- og byggingarnefnd og aðrar nefndir sveitarfélagsins sem málið varðar um þessi mál.

5.Skagafjörður allt árið

Málsnúmer 1112122Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá starfsmönnum nefndarinnar þar sem lagt er til að nefndin, í samvinnu við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu í héraðinu, beiti sér fyrir umræðu og stefnumótun í vetrarferðaþjónustu í Skagafirði. Samþykkt að standa fyrir opnum fundi um málefnið í janúar.

Fundi slitið - kl. 17:00.