Fjárhagsáætlun menningarmála 2012
Málsnúmer 1111076
Vakta málsnúmerMenningar- og kynningarnefnd - 57. fundur - 21.11.2011
Fjallað um drög að fjárhagsáætlun menningarmála fyrir árið 2012 með hliðsjón af þeim ramma sem Byggðarráð úthlutaði á síðasta fundi sínum. Nefndin hefur farið yfir alla liði sem tilheyra henni og eftir fyrstu yfirferð standa drög að áætlun í 123 milljónum en rammi Byggðarráðs gerði ráð fyrir 113 milljónum. Að frádreginni innri leigu er þó um að ræða 4% niðurskurð í rekstri málaflokksins frá áætlun yfirstandandi árs.
Nefndin felur sviðsstjóra að fara yfir öll launamál sem heyra undir nefndina auk þess að skoða fleiri atriði sem nefnd voru á fundinum. Farið verður nánar yfir fjárhagsáætlun nefndarinnar á milli fyrstu og annarrar umræðu um fjárhagsáætlun.
Nefndin samþykkir að vísa því til Byggðarráðs að sótt verði um styrk til Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð til rekstrar Menningarhússins Miðgarðs, þ.e.a.s. kostnaðar vegna rafmagns og húshitunar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012 , samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012 , samþykkt samhljóða.
Menningar- og kynningarnefnd - 58. fundur - 09.12.2011
Nefndin fór í gegnum drög að fjárhagsáætlun fyrir menningarliði fyrir árið 2012.
Nefndin samþykkir eftirfarandi gjaldskrárhækkanir: Gjaldskrá Héraðsbókasafns, lánþegaskírteini hækka úr kr. 1.500 í kr. 1.700. Gjaldskrá Byggðasafns, aðgangseyrir í Glaumbæ hækkar úr kr. 600 í kr. 800 og aðgangseyrir í Minjahúsið úr kr. 400 í kr. 600.
Nefndin vísar því til Byggðarráðs að endurskoða núverandi fyrirkomulag á framlagi Akrahrepps til rekstrar Héraðsbókasafns. Akrahreppur greiðir nú kr. 48.000 á ári til rekstrarins.
Ennfremur vísar nefndin því til Byggðarráðs að leitað verði til Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð varðandi rekstrarstyrk til Menningarhússins Miðgarðs að upphæð 2.000.000 fyrir næsta ár.
Lagt er til að útgjöld til málaflokks 05 verði kr. 123.912.000 og samþykkt að vísa áætluninni til Byggðarráðs.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.
Sviðsstjóri fór yfir allra fyrstu drög að fjárhagsáætlun Menningarmála fyrir árið 2012. Nefndin mun taka áætlunina fyrir á næsta fundi með hliðsjón af þeim fjárhagsramma sem Byggðarráð úthlutar. Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga sat fundinn undir þessum lið.