Menningar- og kynningarnefnd
1.Rekstur félagsheimilisins Ljósheima
Málsnúmer 1110134Vakta málsnúmer
2.Ljósheimar - áhugi á leigu
Málsnúmer 1111047Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi sem Róbert Óttarsson, Eiður Baldursson og Jón Daníel Jónsson sendu inn þar sem þeir lýsa yfir áhuga á því að koma að rekstri Félagsheimilisins Ljósheima, hvort sem um væri að ræða leigu eða kaup.
Nefndin ákveður að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir Ljósheima, að höfðu samráði við aðra eigendur, m.a. í ljósi þess að fleiri en einn aðili hafa lýst yfir áhuga á því að taka að sér rekstur hússins. Sviðsstjóra falið að annast auglýsinguna.
Þeim hluta erindisins er varðar viðræður um möguleg kaup á Ljósheimum er vísað til umfjöllunar í Byggðarráði, sem fer með eignarhald á fasteignum sem sveitarfélagið á, eitt eða með öðrum.
3.Fjárhagsáætlun menningarmála 2012
Málsnúmer 1111076Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri fór yfir allra fyrstu drög að fjárhagsáætlun Menningarmála fyrir árið 2012. Nefndin mun taka áætlunina fyrir á næsta fundi með hliðsjón af þeim fjárhagsramma sem Byggðarráð úthlutar. Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga sat fundinn undir þessum lið.
4.Verkefna- og rekstraráætlun fyrir árið 2012
Málsnúmer 1111111Vakta málsnúmer
Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga kom til fundarins og kynnti drög að verkefna- og rekstraráætlun fyrir árið 2012. Ákveðið að funda um málefni safnsins í Glaumbæ í janúar.
Fundi slitið - kl. 18:45.
Nefndin hóf fundinn í Félagsheimilinu Ljósheimum. Sigrún Aadnegard rekstraraðili kom til fundarins og kynnti þá starfsemi sem verið hefur í húsinu undanfarið ár. Samningur hússtjórnar við Sigrúnu rennur út þann 31. des. n.k. Sigrún óskar eftir því að framlengja núverandi samning.