Fara í efni

Forfallakennsla

Málsnúmer 1111085

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 72. fundur - 16.11.2011

Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags. 21. júní s.l., um forfallakennslu í grunnskólum. Í erindinu er áréttað að vikulegur kennslustundafjöldi hvers nemanda í grunnskóla skal vera að lágmarki 1200 mínútur í 1.-4. bekk, 1400 mínútur í 5.-7. bekk og 1480 mínútur í 8.-10. bekk. Tilefni bréfsins eru upplýsingar og ábendingar um að forfallakennsla í grunnskólum hafi víða ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti. Fræðslunefnd upplýsir að ábendingar þessar eiga ekki við grunnskólana í Skagafirði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 284. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.