Málefni Heilbrigisstofnunarinnar Sauðárkróki
Málsnúmer 1111158
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011
Afgreiðsla 573. fundar byggðaráðs staðfest á 284. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæði.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 575. fundur - 08.12.2011
Undir þessum dagskrárlið kom Hafsteinn Sæmundsson forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki á fundinn til viðræðu um málefni stofnunarinnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011
Afgreiðsla 575. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð lýsir megnri óánægju og vonbrigðum yfir því að ekki hafi verið brugðist við beiðni sveitarfélagsins um fund með velferðarráðherra vegna stórfellds niðurskurðar á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki á árinu 2012. Jafnframt lýsir byggðarráð vonbrigðum með að ekki hafa borist viðbrögð ráðherrans við þeim skýrslum sem honum hafa verið sendar um stofnunina og niðurstöðu þeirra.