Fara í efni

Ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra

Málsnúmer 1111194

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Viggó Jónsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu.

Ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar tillögum frá starfshópi sjávarútvegsráðherra er fela í sér viðurkenningu á þeirri miklu tilfærslu fjármagns sem við lýði er frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og styður þá viðleitni sem í tillögunum er að finna til að tekjurnar komi til baka, a.m.k. að hluta til. Í tillögum starfshópsins er gert ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi skiptist þannig að 50% renni í ríkissjóð, 40% til sjávarbyggða og 10% til þróunar- og markaðsmála í sjávarútvegi. Veiðigjald verði einn af lögmætum tekjustofnum sveitarfélaga.

Ekki síst er þetta mikilvægt á tímum þar sem gríðarlegur niðurskurður á sér stað víða um land, m.a. í heilbrigðis- og samgöngumálum, á sama tíma og útflutningsgreinarnar og ekki síst fyrirtæki á landsbyggðinni eru látin bera æ meiri skattbyrði.

Viggó Jónsson og Jón Magnússon

Sigurjón Þórðarson, Jón Magnússon, Sigurjón Þórðarson, Þorsteinn Tómas Broddason, Jón Magnússon, Þorsteinn Tómas Broddason, Viggó Jónsson, Sigurjón Þórðarson kvöddu sér hljóðs, þá Jón Magnússon sem lagði fram breytingartillögu svohljóðandi

? Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar tillögum ?um ráðstöfun veiðileyfagjalds? frá starfshópi sjávarútvegsráðherra er fela í sér viðurkenningu á þeirri miklu tilfærslu fjármagns sem við lýði er frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og styður þá viðleitni sem í tillögunum er að finna til að tekjurnar komi til baka, a.m.k. að hluta til.

Og síðasta málsgrein verði þannig: Ekki síst er þetta mikilvægt á tímum þar sem gríðarlegur niðurskurður á sér stað víða um land, m.a. í heilbrigðis- og samgöngumálum, á sama tíma og ?atvinnulífið? og ekki síst fyrirtæki á landsbyggðinni eru látin bera æ meiri skattbyrði.

Forseti bar upp breytingartillögu Jóns Magnússonar,var hún samþykkt samhljóða.

Forseti bar upp tillögu Viggós Jónssonar og Jóns Magnússonar með áorðnum breytingum, og var hún samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 578. fundur - 12.01.2012

Á 274. fundi sveitarstjórnar var afgreidd ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra. Lögð fram til kynningar svör sem borist hafa við ályktuninni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012

Afgreiðsla 578. fundar byggðaráðs staðfest á 286. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.