Gjaldskrá sorphirða og sorpurðun
Málsnúmer 1112125
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 577. fundur - 19.12.2011
Lögð fram gjaldskrá fyrir árið 2012 vegna sorpurðunar og sorphirðu, sem var vísað til afgreiðslu byggðarráðs frá 71. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.
Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá með þeirri breytingu að inn komi nýr liður, sorpeyðingargjald - hesthús á skipulögðum svæðum í þéttbýli - hver séreign, 3.000 kr. pr. ár.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011
Tillaga um gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Skagafirði frá og með 1. janúar 2012, sem vísað var frá 71. fundi umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkt á 577. fundi byggðarráðs með þeirri breytingu að inn komi nýr liður, sorpeyðingargjald - hesthús á skipulögðum svæðum í þéttbýli - hver séreign, 3.000 kr. pr. ár, borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir lið 4.18 "Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar" í 577. fundargerð byggðarráðs, samþykkt samhljóða.
Lögð fram tillaga að breyttri gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Sveitarfélaginu.Árlegt gjald miðað við íbúð í þéttbýli verði :Sorphirðugjald á íbúð, kr. 16.000 Sorpeyðingargjald á íbúð kr. 14.000. Bújarðir eða býli með atvinnustarfsemi kr. 42.500 Íbúðir í dreifbýli kr. 14.000 Frístundahús, gestahús, ferðaþjónustuhús kr 14.000.- Liðnum vísað til Byggðarráðs til afgreiðslu og til umsagnar Heilbrigðiseftirlits.