Fara í efni

Gjaldskrá Skagafjarðarhafnir

Málsnúmer 1112126

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 71. fundur - 12.12.2011

Lögð fram tillaga að hækkun gjaldskrár Skagafjarðarhafna. Lagt er til að almennir liðir utan útsendrar vinnu hækki um 5,2%. Það er í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs sl 12 mánuði. Þá er lagt til að útseld vinna hækki um 3,2%. Liðnum vísað til Byggðarráðs til afgreiðslu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 577. fundur - 19.12.2011

Lögð fram gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2012, sem var vísað til afgreiðslu byggðarráðs frá 71. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

Byggðarráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2012, sem vísað var frá 71. fundi umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkt á 577. fundi byggðarráðs, borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir lið 4.20 "Gjaldskrá Skagafjarðarhafnar " í 577. fundargerð byggðarráðs, samþykkt samhljóða.