Fara í efni

Þriggja ára áætlun 2013-2015

Málsnúmer 1201004

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 578. fundur - 12.01.2012

Rætt um undirbúning og gerð þriggja ára áætlunar 2013 - 2015.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 579. fundur - 19.01.2012

Unnið með þriggja ára áætlun 2013-2015.

Byggðarráð samþykkir að leggja fyrirliggjandi drög ásamt áorðnum breytingum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012

Afgreiðsla 578. fundar byggðaráðs staðfest á 286. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012

Forseti leggur til að málinu verði vísað til liðarins Fjárhagáætlun 2013-2015. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012

Sveitarstjóri skýrði þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árin 2013-2015. Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs þá sveitartjóri, Ásta Björg Pálmadóttir. Forseti gerir þá tillögu að áætluninni verði vísað til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 581. fundur - 02.02.2012

Þriggja ára áætlun 2013-2015 rædd.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 584. fundur - 01.03.2012

Lögð fram til síðari umræðu, drög að þriggja ára áætlun 2013-2015 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra leggur fram svohljóðandi bókun:

Þriggja ára áætlunin felur í sér byggingaframkvæmdir við Árskóla, skuldaaukningu og niðurskurð á þjónustu sveitarfélagsins strax á þessu ári. Eðlilegt væri að hafa eitthvað samráð og kynningu á málum fyrir íbúa. Algjört lágmark er að kynna fyrir íbúum teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum þó að það væri ekki gert með öðrum hætti en með því að setja teikningar af viðbyggingu á heimasíðu sveitarfélagsins.

Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðslu málsins vísað til 15. liðar á dagskrá fundarins "Þriggja ára áætlun 2013-2015" Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðslu málsins vísað til 15. liðar á dagskrá fundarins "Þriggja ára áætlun 2013-2015" Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Þriggja ára áætlun 2013-2015

Þriggja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2013-2015 hefur verið unnin í samvinnu kjörinna fulltrúa, embættismanna og starfsfólks. Ber að þakka það starf. Við það starf var haft að leiðarljósi að þjónustuskerðingar yrðu sem minnstar gagnvart íbúum og kæmu fram þar sem notkun þjónustu væri minnst. Halda þarf þeirri vinnu áfram og greina enn frekar rekstur einstakra þátta og ákveða þjónustustig sveitarfélagsins til framtíðar. Mikilvægt er að samvinna verði áfram meðal allra sem málið snertir í þeirri viðleitni að ná fram þeim markmiðum sem fram eru sett í áætluninni.

Helstu forsendur áætlunar:

Ekki er gert ráð fyrir hækkun á verðlagi. Útsvarsprósentan er óbreytt á milli ára 13,28%, auk 1,2% hækkun útsvars frá ríki, vegna yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Fasteignaskattshlutföll breytast ekki á milli ára. Gert er ráð fyrir nokkrum gjaldskrárhækkunum heilt yfir hjá stofnunum sveitarfélagsins sem er þó stillt í hóf og taka fyrst og fremst mið af vísitöluhækkunum og nýgerðum kjarasamningum.

Rekstur

Samantekið - A og B hluti

Verðlag ársins 2012

Áætlun

Áætlun

Áætlun

Skýr.

2013

2014

2015

REKSTRARREIKNINGUR

Tekjur:

3.391.436

3.374.436

3.389.436

Gjöld:

3.078.975

3.070.175

3.052.726

Niðurstaða án fjármagnsliða

312.461

304.261

336.710

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)

-168.211

-163.579

-167.323

Rekstrarniðurstaða

144.250

140.682

169.387

EFNAHAGSREIKNINGUR

Eignir

Fastafjármunir

6.035.264

6.076.793

5.983.570

Veltufjármunir:

Veltufjármunir

478.971

488.278

522.593

Eignir samtals

6.514.234

6.565.071

6.506.164

Eiginfjárreikningar:

Eigið fé

1.353.475

1.494.158

1.663.544

Skuldbindingar:

Lífeyrisskuldbindingar

736.802

736.802

736.802

Langtímaskuldir:

Skuldir við lánastofnanir

3.702.996

3.081.663

3.395.251

Skammtímaskuldir:

Aðrar skammtímaskuldir

339.670

339.670

339.670

720.961

1.252.450

710.567

Skuldir og skuldbindingar samtals

5.160.759

5.070.914

4.842.619

Eigið fé og skuldir samtals

6.514.234

6.565.071

6.506.164

Sjóðsstreymi:

Niðurstaða ársins

144.250

140.682

169.387

Veltufé frá rekstri (til rekstrar)

294.767

308.553

322.509

Handbært fé frá rekstri (til rekstrar)

294.767

308.553

322.509

SJÓÐSTREYMISYFIRLIT

Fjárfestingarhreyfingar:

Fjárfesting í varanl. rekstrarfjármunum

-332.800

-222.400

-102.900

Tekin ný langtímalán

430.000

260.000

650.000

Afborganir langtímalána

-312.620

-349.846

-878.294

Langtímask. við eigin fyrirtæki, breyting

0

0

0

Hækkun (lækkun) á handbæru fé

107.382

14.343

34.316

Handbært fé (fjárþörf) í ársbyrjun

71.655

179.037

193.380

Handbært fé (fjárþörf) í árslok

179.037

193.380

227.696

Veltufé frá rekstri sem fer til að greiða niður skuldir sveitarfélagsins tekur mið af rekstrarafkomu sveitarfélagsins. Það er brýnt að sveitarfélagið leiti leiða til að hagræða í rekstri og/eða auka tekjur sínar á komandi árum til að viðhalda traustri fjárhagsstöðu þess.

Kostnaðareftirlit þarf að vera virkt og fjármálastjórn skipuleg, halda þarf áfram að leita leiða til hagræðingar í rekstri.

Almennt um áætlunina

Þriggja ára áætlun er gerð til að sveitarstjórn horfi til framtíðar og setji sér ramma um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins eftir þeim bestu upplýsingum sem hún hefur. Þannig er reynt að draga upp mynd af því sem búast má við miðað við gefnar, en þó einkum þekktar forsendur og sjá hvað er mögulegt ef við viljum reka sveitarfélagið af ábyrgð og standa vel við allar okkar skuldbindingar og uppfylla jafnframt þær kröfur sem gerðar eru til þjónustu við íbúana.

Í ár munum við vinna þriggja ára áætlun samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum, þ.e. fjárhagsáætlun næsta árs og fyrir næstu þrjú árin verður unnin samhliða og rædd og samþykkt samhliða. Það mun væntanlega þýða meira álag fyrir nefndir og ráð sveitarfélagsins á þessu hausti en jafnframt, ef allt gengur eftir, að desember og janúar verði ekki eins annasamir og áður.

Ég vil þakka starfsfólki og sveitarstjórnarfulltrúum samstarfið við gerð þessarar áætlunar sem hefur verið gott eins og jafnan áður.

Sauðárkróki 7.mars 2012

Ásta Björg Pálmadóttir

Sveitarstjóri

Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóðs, þá Sigurjón Þórðarson og Þorsteinn Tómas Broddason sem lagði fram eftirfarandi bókun.

Þriggja ára áætlun sveitarfélags er stefnumótandi plagg sem ætti að vera ljóst hvað verður gert í rekstri og fjárfestingum. Þriggja ára áætlun sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2013-2015 snýst að mestu um að koma einu máli í gegn, það er viðbygging Árskóla. Með þessari framkvæmd verður skuldsetning sveitarfélagsins aukin verulega, án þess að það skili sér í hagræðingu sem hefði jákvæð áhrif á sjóðsstreymi. Á meðan sveitarfélagið Skagafjörður er rekið með miklum halla og meirihluti sveitarstjórnar veigrar sér við að hefja hagræðingu í rekstri get ég ekki stutt þessa áætlun. Ég sit því hjá við afgreiðslu hennar.

Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2013-2015 borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndar og óháðra óska bókað að þeir sitji hjá.