Aðstaða fyrir blaðamenn á Sauðárkróksvelli
Málsnúmer 1201221
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 183. fundur - 28.02.2012
Nefndin þakkar þann dugnað og sjálfboðaliðsstarf íþróttahreyfingarinnar, sem hér felst í því að byggja og kosta aðstöðu fyrir blaðamenn á Sauðárkróksvelli. Áður hefur frjálsíþróttadeild Tindastóls byggt tímatökuskýli á vellinum og knattspyrnudeild Tindastóls áhorfendastúku í sjálfboðamennsku. Viðhald þeirra mannvirkja hefur ekki verið íþyngjandi fyrir sveitarsjóð. Starf sjálfboðaliða innan vébanda ungmenna-og íþróttahreyfingarinnar í Skagafirði verður seint fullþakkað.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012
Afgreiðsla 581. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar átta atkvæðum. Stefán Vagn Stefánsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012
Afgreiðsla 183. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd - 243. fundur - 29.04.2013
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Þórs Guðmundssonar fh eignasjóðs um að byggja aðstöðuhús, blaðamannaskýli, á íþróttasvæðinu við Skagfirðingabraut. Umsókn dagsett 1. mars 2013. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni og eru dagsettir 18. janúar 2013. Erindið samþykkt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 301. fundur - 15.05.2013
Afgreiðsla 243. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 301. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Stefán Vagn Stefánsson formaður byggðarráðs vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls.
Lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls þar sem fram kemur að deildin hefur hug á að reisa aðstöðu fyrir blaðamenn á íþróttavellinum á Sauðárkróki á eigin kostnað. Meistaraflokkur karla mun leika í 1. deild á sumri komanda og búist er við töluverðri umfjöllun.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti að aðstaðan verði byggð á kostnað Ungmennafélagsins Tindastóls, en erindið á eftir að fara fyrir skipulags- og byggingarnefnd og til umsagnar umsjónarmanns íþróttamannvirkja.