Fara í efni

Ósk um rökstuðning

Málsnúmer 1201236

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 581. fundur - 02.02.2012

Lagt fram erindi frá Þresti I. Jónssyni og Kolbrúnu Jónsdóttur þar sem þau óska eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun menningar- og kynningarnefndar að hafna tilboði þeirra til að reka Félagsheimilið Ljósheima. Sjá afgreiðslu mála 1110134 og 1201054.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu menningar- og kynningarnefndar.

Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskar bókað:

Við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn Skagafjarðar tók ég fram að augljóslega hefði orðið á mistök við afgreiðslu málsins á fyrri stigum og það eina rétta í stöðunni væri að ganga til viðræðna við þá sem skiluðu inn tilboðum í rekstrinum í góðri trú um að góðir stjórnsýsluhættir og jafnræði ríkti við afgreiðslu málsins, en svo reyndist ekki vera. Hér með er skorað á meirihlutann að viðurkenna mistök og ganga strax til viðræðna við Þröst Inga Jónsson og Kolbrúnu Jónsdóttur sem áttu hæsta tilboð í rekstur Ljósheima.

Byggðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Ákvörðun sveitarstjórnar um útleigu Ljósheima liggur fyrir og vísast til afgreiðslu 286. fundar þann 25. janúar 2012.

Þorsteinn Broddason, Samfylkingu óskar bókað:

Það er ljóst að bæta þarf aðferðarfræði sveitarfélagsins Skagafjarðar í útleigu mannvirkja og innkaupum fyrir sveitarfélagið eins og þetta mál ber með sér. Reglur um þetta þurfa að líta dagsins ljós sem allra fyrst til að tryggja góða stjórnsýsluhætti og jafnréttisgrundvöll fyrir alla íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt í verkefnum þess. Menningar- og kynningarnefnd hefur nú 6 daga til að skila rökstuðningi og áskil ég mér rétt til að taka þetta mál aftur upp þegar sá rökstuðningur hefur borist.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 581. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Menningar- og kynningarnefnd - 63. fundur - 02.04.2012

Lagt fram bréf formanns nefndarinnar til Þrastar Jónssonar og Kolbrúnar Jónsdóttur, svar við ósk þeirra um rökstuðning á vali nefndarinnar á rekstraraðila Ljósheima.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra tók til máls og óskar bókað:

Það er augljóst á gögnum málsins að forráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa gert mistök við val á rekstraraðila á félagsheimilinu Ljósheimum. Það eina rétta í stöðunni er að viðurkenna mistök og ganga til viðræðna við Þröst Inga Jónsson og Kolbrúnu Jónsdóttur um sátt í málinu.

Afgreiðsla 63. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.