Fyrirspurnir fyrir Byggðaráð
Málsnúmer 1201290
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 582. fundur - 09.02.2012
Í framhaldi af afgreiðslu 581. fundar byggðarráðs, þá mætti María Björk Ingvadóttir frístundastjóri á fundinn undir þessum dagskrárlið til að ræða styttingu á opnunartíma sundlauga í sveitarfélaginu og launamál á frístundasviði.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012
Afgreiðsla 581. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012
Afgreiðsla 582. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagðar fram eftirfarandi fyrispurnir frá Sigurjóni Þórðarsyni:
Óska eftir að fá upplýsingar um heildarskuldir sveitarfélagsins um sl. áramót og þar með taldar skuldir Skagafjarðarveitna ehf.; langtímaskuldir, skammtímaskuldir og skuldbindingar. Sömuleiðis óska ég eftir að fá upplýsingar um heildartekjur sveitarfélagsins á árinu 2011 A og B hluta þar með taldar tekjur Skagafjarðarveitna ehf.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga um tekjur og skuldir í lok árs 2011 eins þær liggja fyrir núna í óendurskoðuðu bókhaldi sveitarfélagsins og senda byggðarráðsmönnum.
Til stendur að stytta opnunartíma Sundlaugar Sauðárkróks frá og með næstu mánaðarmótum, þannig að í stað þess að lokað verði kl. 21, þá mun verða lokað kl. 20. Óskað er eftir því að fá upplýsingar um hvað sparast háar fjárhæðir á mánuði við styttan opnunartíma. Óskað er eftir því að fá yfirlit yfir heildarlaunakostnað Sveitarfélagsins Skagafjarðar allra fastra starfsmanna á "frístundasviði" á árinu 2011 og hversu marga mánuði viðkomandi var í vinnu.
Byggðarráð samþykkir að fá frístundastjóra á næsta fund byggðarráðs til þess að fara yfir þetta mál og leggja fram gögn í samræmi við fyrirspurn Sigurjóns.