Lagt fram til kynningar annars vegar afrit af bréfi dagsettu 21. nóvember 2011, frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, varðandi alvarlega stöðu á Norðurlandi vestra - ósk um samstarf um sértækar aðgerðir í landshlutanum. Hins vegar afrit af bréfi dagsettu 31. janúar 2012, frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til ítrekunar á erindinu frá 21. nóvember 2011.
Byggðarráð samþykkir svohljóðandi bókun:
"Skorað er á forsætisráðherra og oddvita ríkisstjórnar Íslands að svara ákalli landshlutans og stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um aðgerðir í atvinnu- og byggðamálum. Stjórn SSNV hefur undanfarna mánuði ítrekað óskað eftir fundi með forsætisráðherra án árangurs til að ræða mjög erfiða stöðu byggða á Norðurlandi vestra og leggja fram tillögur til lausna á þeim vanda. Ekki er hægt að una slíkum samskiptum á milli stjórnsýslustiga og ámælisvert að æðstu ráðmenn landsins skuli koma þannig fram við heilu landshlutana. Á skömmum tíma hafa verið flutt burtu eða lögð af 45 opinber störf í Skagafirði og í ljósi nýsamþykktra fjárlaga stefnir í að fyrir árslok hafi 65 stöðugildi horfið úr héraði á árunum 2008-2012. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil eins og þær tölur sýna og hægt að tengja fólksfækkun beint við stjórnvaldsaðgerðir sem bitnað hafa á svæðinu. Við það bætist veruleg skerðing á fjárframlögum til verkefna og þjónustu á svæðinu umfram aðra landshluta. Ekki þolir neina bið að gripið verði til aðgerða til snúa þessari þróun við með samhentu átaki stjórnvalda og heimamanna."
Lagt fram til kynningar annars vegar afrit af bréfi dagsettu 21. nóvember 2011, frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, varðandi alvarlega stöðu á Norðurlandi vestra - ósk um samstarf um sértækar aðgerðir í landshlutanum. Hins vegar afrit af bréfi dagsettu 31. janúar 2012, frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til ítrekunar á erindinu frá 21. nóvember 2011.
Byggðarráð samþykkir svohljóðandi bókun:
"Skorað er á forsætisráðherra og oddvita ríkisstjórnar Íslands að svara ákalli landshlutans og stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um aðgerðir í atvinnu- og byggðamálum. Stjórn SSNV hefur undanfarna mánuði ítrekað óskað eftir fundi með forsætisráðherra án árangurs til að ræða mjög erfiða stöðu byggða á Norðurlandi vestra og leggja fram tillögur til lausna á þeim vanda. Ekki er hægt að una slíkum samskiptum á milli stjórnsýslustiga og ámælisvert að æðstu ráðmenn landsins skuli koma þannig fram við heilu landshlutana. Á skömmum tíma hafa verið flutt burtu eða lögð af 45 opinber störf í Skagafirði og í ljósi nýsamþykktra fjárlaga stefnir í að fyrir árslok hafi 65 stöðugildi horfið úr héraði á árunum 2008-2012. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil eins og þær tölur sýna og hægt að tengja fólksfækkun beint við stjórnvaldsaðgerðir sem bitnað hafa á svæðinu. Við það bætist veruleg skerðing á fjárframlögum til verkefna og þjónustu á svæðinu umfram aðra landshluta. Ekki þolir neina bið að gripið verði til aðgerða til snúa þessari þróun við með samhentu átaki stjórnvalda og heimamanna."