Fara í efni

Vinabæjarmót í Köge

Málsnúmer 1202125

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 583. fundur - 23.02.2012

Lagt fram boðsbréf frá vinabæ sveitarfélagsins, Køge Kommune í Danmörku. Boðað er til stórs vinabæjamóts í Køge þann 29. maí - 1. júní 2012. Dagskrá mótsins verður annars vegar sniðin að málefnum eldri borgara og hins vegar menningu og listum.

Byggðarráð þiggur boðið og nánari útfærsla bíður næsta fundar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 584. fundur - 01.03.2012

Erindið áður á dagskrá 583. fundar byggðarráðs og þá bókað:

"Lagt fram boðsbréf frá vinabæ sveitarfélagsins, Køge Kommune í Danmörku. Boðað er til stórs vinabæjamóts í Køge þann 29. maí - 1. júní 2012. Dagskrá mótsins verður annars vegar sniðin að málefnum eldri borgara og hins vegar menningu og listum. Byggðarráð þiggur boðið og nánari útfærsla bíður næsta fundar."

Byggðarráð samþykkir að þátttakendur sveitarfélagsins í vinabæjamótinu verði sveitarstjórnarfulltrúar, sveitarstjóri, félagsmálastjóri og sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 583. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Sigurjón Þórðarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

Í ljósi hundruða milljóna króna halla á rekstri sveitarfélagsins í fyrra og allt útlit fyrir aukinn hallarekstur á árinu 2012, auk gríðarlegar skuldaaukningar sveitarfélagsins, þá er ekki hægt að bjóða skattgreiðendum sveitarfélagins upp á að kosta á annan tug fulltrúa til útlanda á vinabæjarmót. Við núverandi aðstæður í fjármálum sveitarfélagsins, er óverjandi að efna til mikillar hópferðar til útlanda í óljósum tilgangi.

Afgreiðsla 584. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.