Fara í efni

Beiðni um styrk

Málsnúmer 1202259

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 81. fundur - 15.03.2012

Árni Gunnarsson kom til fundarins og kynnti framtíðarsýn varðandi þróun listnámsbrautar í kvikmyndagerð við FNV og annars list- og hönnunarnáms.

Nefndin fagnar því frumkvæði sem Árni Gunnarsson undir merkjum Skottu og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hafa sýnt varðandi uppbyggingu kvikmyndanáms á síðustu misserum. Sá árangur sem þegar hefur náðst sýnir að miklir möguleikar eru til frekari uppbyggingar og þróunar á þessu sviði. Nefndin lýsir yfir áhuga á því að styðja við verkefnið.

Nefndin bókar eftirfarandi:

Atvinnu- og ferðamálanefnd hvetur Mennta- og menningarmálaráðherra eindregið til að samþykkja að Listnámsbraut í kvikmyndagerð verði sett á laggirnar við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem fyrst. Slíkt nám myndi auka verulega framboð á verknámi við skólann, ekki síst framboð á námi sem höfðar til beggja kynja.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 288. fundur - 28.03.2012

Afgreiðsla 81. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 288. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 83. fundur - 25.05.2012

Árni Gunnarsson frá kvikmyndafélaginu Skottu og Ingileif Oddsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra komu til fundarins. Fjallað var um stöðu mála varðandi uppbyggingu náms í kvikmyndagerð og öðrum skapandi greinum við FNV.

Nefndin fagnar þeirri miklu grósku sem er í uppbyggingu nýrra námsbrauta við FNV, s.s. á sviði kvikmyndagerðar, íþróttaakademíu og plast- og trefjanáms. Sérstaklega fagnar nefndin fyrirhugaðri uppbyggingu kvikmyndabrautar og skorar á stjórnvöld að láta ekki þar staðar numið heldur styðja við uppbyggingu námsframboðs við skapandi greinar, náms sem höfðar til beggja kynja og húsnæðis og aðstöðu fyrir námið.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 84. fundur - 20.06.2012

Tekið fyrir erindi frá Skottu kvikmyndafélagi þar sem félagið óskar eftir stuðningi við rekstur á aðstöðu fyrir kvikmyndanám og aðra kvikmyndatengda starfsemi.
Nefndin fagnar þeim áföngum sem náðst hafa varðandi uppbyggingu kvikmyndanáms við FNV sem Skotta hefur haft forgöngu um ásamt FNV og sveitarfélaginu.
Nefndin leggur áherslu á að hún mun hér eftir sem hingað til veita aðstoð við uppbyggingu starfsemi sem tengist kvikmyndagerð í Skagafirði í formi vinnu starfsmanna og aðstoð við einstök verkefni, en nefndin sér sér ekki fært að veita beinan fjárstuðning til fyrirtækisins að svo stöddu. Sviðsstjóra falið að afla upplýsinga um stöðu starfsseminnar í ljósi samþykktar Menntamálaráðuneytis á kvikmyndanámi við FNV.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 83. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.