Lögfræðileg skoðun á lánasamningi við Lánasjóð sveitarfélaga ohf
Málsnúmer 1203010
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 680. fundur - 27.11.2014
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því við Einar Huga Bjarnason hrl. að fara yfir endurútreikning sem Lánasjóður sveitarfélaga ohf. hefur kynnt Sveitarfélaginu Skagafirði í kjölfar uppkvaðningar dóms Hæstaréttar frá 2. október 2014, í máli nr. 94/2014 og gangi eftir því að endurútreikningurinn sé gerður í samræmi við fyrirmæli laga og dómafordæmi Hæstaréttar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014
Afgreiðsla 680. fundar byggðaráðs staðfest á 322. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2014 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 685. fundur - 29.01.2015
Eftir að niðurstaða Hæstaréttar Íslands lá fyrir í máli 94/2014 sem og endurútreikningur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á láni nr. 20/2007, þá var Einari Huga Bjarnasyni hrl. falið að fara yfir útreikninginn. Liggur niðurstaða hans fyrir og afstaða Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. til útreikningsins. Ber þeim ekki saman.
Byggðarráð samþykkir að hafna endurútreikningi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á láni nr. 20/2007 og felur Einari Huga Bjarnasyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins gagnvart sjóðnum.
Byggðarráð samþykkir að hafna endurútreikningi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á láni nr. 20/2007 og felur Einari Huga Bjarnasyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins gagnvart sjóðnum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015
Afgreiðsla 685. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 714. fundur - 16.10.2015
Sveitarfélagið Skagafjörður höfðaði mál gegn Lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna endurútreiknings á láni nr. 20/2007. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað sveitarfélaginu í óhag í málinu E-908/2015 og dæmt það til að greiða Lánasjóði sveitarfélaga ohf. 1,5 milljónir króna í málskostnað.
Byggðarráð samþykkir að fela lögmanni sínum Einari Huga Bjarnasyni hrl. að áfrýja málinu til Hæstaréttar Íslands.
Byggðarráð samþykkir að fela lögmanni sínum Einari Huga Bjarnasyni hrl. að áfrýja málinu til Hæstaréttar Íslands.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015
Afgreiðsla 714. fundar byggðaráðs staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2015 með átta atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 758. fundur - 29.09.2016
Lagður fram til kynningar dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 709/2015, Sveitarfélagið Skagafjörður gegn Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Úrskurður dómsins var á þá leið að héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýandi, Sveitarfélagið Skagafjörður, greiði stefnda, Lánasjóði sveitarfélaga ohf., 1.000.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.