Fara í efni

Ráðstefna slökkviliða og Mannvirkjastofnunar

Málsnúmer 1203021

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 585. fundur - 08.03.2012

Mannvirkjastofnun hefur m.a. eftirlit með framkvæmd laga um mannvirki og laga um brunavarnir. Stofnunin skal tryggja samræmingu á byggingareftirliti og eldvarnaeftirliti og starfsemi slökkviliða um land allt í samráði við viðkomandi stjórnvöld. Á ráðstefnu ársins 2012 sem haldin verður 15. og 16. mars verður m.a. fjallað um verkefni, skyldur, rekstur og fjárreiður slökkviliða.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 288. fundur - 28.03.2012

Afgreiðsla 585. fundar byggðaráðs staðfest á 288. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.