Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

585. fundur 08. mars 2012 kl. 09:00 - 10:55 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Bjarni Jónsson vék af fundi eftir afgreiðslu 2. liðar dagskrár.

1.Heimsókn frá framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki

Málsnúmer 1203090Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið kom á fund byggðarráðs framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki til viðræðu um málefni stofnunarinnar.

2.Reglur um húsnæðismál

Málsnúmer 1202136Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um húsnæðismál, ásamt bókun 183. fundar félags- og tómstundanefndar. Gunnar M. Sandholt félagsmálastjóri kom á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti drögin að reglunum.

Byggðarráð samþykkir að fela félagsmálastjóra að gera þær breytingar á drögunum sem ræddar voru á fundinum og leggja uppfærð drög að reglum um húsnæðismál fyrir næsta fund byggðarráðs.

3.Atvinnuátakið Vinnandi vegur

Málsnúmer 1202229Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 583. fundar byggðarráðs og 183. fundar félags- og tómstundanefndar. Atvinnuátakinu "Vinnandi vegur", er ætlað að vinna gegn langtímaatvinnuleysi.

Byggðarráð samþykkir að veita heimild til þátttöku í verkefninu.

4.Norðurbrún 1 Varmahlíð

Málsnúmer 1112371Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun fundar samstarfsnefndar með Akrahreppi frá 5. mars 2012 um að sveitarfélögin leiti leiða til að leysa til sín 12,5% hlut ríkisins í Norðurbrún 1 og síðan verði eignin auglýst til sölu.

Byggðarráð samþykkir að 12,5% hlutur ríkisins í Norðurbrún verði keyptur í félagi við Akrahrepp.

5.Frumvarpdrög til breytinga laga um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 1203076Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu þar sem óskað er eftir athugasemdum við drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, vegna innleiðingar á úrgangstilskipun 2008/98/EB. Erindið fer einnig til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd.

Afgreiðslu frestað.

6.Samningur um akstur vegna heimsendingar matar 2012

Málsnúmer 1202070Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá 183. fundi félags- og tómstundanefndar, með svohljóðandi bókun: "Lagður fram samningur við Júlíus Rúnar Þórðarson um akstur vegna heimsendingar matar til aldraðra og öryrkja árið 2012. Um er að ræða endurnýjun samnings frá fyrra ári með verðbótum. Samþykkt og vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.

7.Fundur með fulltrúum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1203025Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá bæjarstjóra Fjallabyggðar, Sigurði Val Ásbjarnarsyni, þar sem hann leggur til að fulltrúar sveitarfélaganna hittist og ræði sameiginleg hagsmunamál.

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að koma fundinum á í samráði við bæjarstjóra Fjallabyggðar.

8.Umboð atkvæðisréttar

Málsnúmer 1203048Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá stjórn Veiðifélags Húseyjarkvíslar þar sem óskað er eftir upplýsingum frá eigendum jarða sem veiðirétt eiga í Húseyjarkvísl um hver fari með atkvæðisrétt jarðarinnar.

Byggðarráð vísar erindinu til afgreiðslu landbúnaðarnefndar.

9.Ráðstefna slökkviliða og Mannvirkjastofnunar

Málsnúmer 1203021Vakta málsnúmer

Mannvirkjastofnun hefur m.a. eftirlit með framkvæmd laga um mannvirki og laga um brunavarnir. Stofnunin skal tryggja samræmingu á byggingareftirliti og eldvarnaeftirliti og starfsemi slökkviliða um land allt í samráði við viðkomandi stjórnvöld. Á ráðstefnu ársins 2012 sem haldin verður 15. og 16. mars verður m.a. fjallað um verkefni, skyldur, rekstur og fjárreiður slökkviliða.

Lagt fram til kynningar.

10.Uppfærsla tryggingarmats á fráveitu- og hafnarmannvirkjum

Málsnúmer 1202280Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Viðlagatryggingu Íslands um uppfærslu á tryggingarmati fráveitu- og hafnarmannvirkja.

Fundi slitið - kl. 10:55.