Fara í efni

Endurgerð íbúðarhússins í Kolkuós fnr: 214-2605

Málsnúmer 1203373

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 587. fundur - 29.03.2012

Byggðaráð Skagafjarðar samþykkir að fela skipulags-og byggingarfulltrúa að hefja afgreiðslu byggingarleyfisumsóknar Kolkuóss ses. varðandi endurbætur á gömlu húsunum að Kolkuósi, samanber umsókn og uppdrætti frá Basalt arkitektum dags. 15.ágúst 2011. Ekki liggur fyrir afgreitt deiliskipulag fyrir svæðið og byggingarleyfið afgreiðist því með tilvísan til 1. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga nr. 123/2010. Vísast til þess að um er að ræða sögulegar minjar sem liggja undir skemmdum.

Endurgerð gömlu húsanna í Kolkuósi er í fullu samræmi við svæðisskipulag Skagafjarðar frá 1998, sem fellt hefur verið úr gildi og tillögu að aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem sveitarstjórn hefur samþykkt og nú er í lokaafgreiðslu skipulagsyfirvalda. Það er stefna sveitarfélagsins að í frekari skipulagsvinnu sem fyrir dyrum stendur, þ.m.t deiliskipulagsgerð fyrir það svæði sem um ræðir og afgreiðslu deiliskipulagstillagna verði gert ráð fyrir gömlu húsunum í Kolkuósi endurbyggðum.

Varðandi grenndarkynningu er lagt til að fallið sé frá henni með tilvísan til 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010, enda hagsmunaaðilar ekki aðrir en umsækjandi sem er leigutaki og sveitarfélagið og erfinngjar Sigurmons Hartmannssonar og Haflínu Björnsdóttir sem eru leigusalar.

Óljóst eignarhald á Kolkuósjörðinn er þekkt öllum málsaðilum en það hefur ekki áhrif á uppbyggingu þá sem hér er til umræðu. Vísast hér til leigusamnings sem gerður var milli Kolkuósi ses. annarsvegar og sveitarfélagsins og erfingja Sigurmons Hartmannssonar og Haflínu Björnsdóttir hins vegar en þar segir í grein 2.2: ?rísi ágreiningur milli einstakra leigusala um eingnarhald á hinu leigaða landi skal það engin áhrif hafa á leigusamning þennan.? Jafnframt í grein 3.2: ?leigutaka er heimilað að endurreisa þær byggingar sem fyrir eru á landinu og byggja þar önnur nauðsynlega mannvirki, allt á eigin kostnað og skv. nánari ákvörðun byggingaryfirvalda.?

Unnið er að því af eigendum að skýra eignarhald á svæðinu og er það mál nú í farvegi af hálfu þeirra aðila sem tilkall eiga til þess lands sem um ræðir. Samningar er varða landið sem gömlu húsin standa á þ.m.t. lóðin, færast með réttindum og skyldum til þess aðila sem úrskurðaður verður eignaraðili.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 587. fundar byggðaráðs staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.