Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

587. fundur 29. mars 2012 kl. 09:00 - 10:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.VIRK - starfsendurhæfing - Beiðni um aukið samstarf

Málsnúmer 1202052Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 583. fundi byggðarráðs og því vísað til umfjöllunar félags- og tómstundanefndar. Lögð fram bókun 183. fundar félags- og tómstundanefndar. Undir þessum dagskrárlið kom Gunnar Sandholt félagsmálastjóri til viðræðu við ráðið.

Byggðaráð samþykkir samstarf við VIRK til næstu áramóta og að verja til verkefnisins allt að 720 þúsund krónum af fjárhagslið 21890. Verði framhald á verkefninu þá verður tekið tillit til þess við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2013.

2.Norðurbrún 1 - Sala

Málsnúmer 1203319Vakta málsnúmer

Með tilvísun í afgreiðslu máls 1112371 á 585. fundi byggðarráðs, þar sem byggðarráð heimilar kaup á 12,5% hlut ríkissjóðs í fasteigninni Norðurbrún 1 í Varmahlíð, ásamt Akrahreppi. Lagt fram afrit af bréfi frá fjármálaráðuneytinu til Ríkiskaupa, þar sem Ríkiskaupum er falið að selja framangreinda fasteign í samráði við fjármálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Ríkiskaup um kaup á 12,5% hlut ríkisins í Norðurbrún 1 (fastanr. 214-0838) í samráði við oddvita Akrahrepps.

3.Endurgerð íbúðarhússins í Kolkuós fnr: 214-2605

Málsnúmer 1203373Vakta málsnúmer

Byggðaráð Skagafjarðar samþykkir að fela skipulags-og byggingarfulltrúa að hefja afgreiðslu byggingarleyfisumsóknar Kolkuóss ses. varðandi endurbætur á gömlu húsunum að Kolkuósi, samanber umsókn og uppdrætti frá Basalt arkitektum dags. 15.ágúst 2011. Ekki liggur fyrir afgreitt deiliskipulag fyrir svæðið og byggingarleyfið afgreiðist því með tilvísan til 1. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga nr. 123/2010. Vísast til þess að um er að ræða sögulegar minjar sem liggja undir skemmdum.

Endurgerð gömlu húsanna í Kolkuósi er í fullu samræmi við svæðisskipulag Skagafjarðar frá 1998, sem fellt hefur verið úr gildi og tillögu að aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem sveitarstjórn hefur samþykkt og nú er í lokaafgreiðslu skipulagsyfirvalda. Það er stefna sveitarfélagsins að í frekari skipulagsvinnu sem fyrir dyrum stendur, þ.m.t deiliskipulagsgerð fyrir það svæði sem um ræðir og afgreiðslu deiliskipulagstillagna verði gert ráð fyrir gömlu húsunum í Kolkuósi endurbyggðum.

Varðandi grenndarkynningu er lagt til að fallið sé frá henni með tilvísan til 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010, enda hagsmunaaðilar ekki aðrir en umsækjandi sem er leigutaki og sveitarfélagið og erfinngjar Sigurmons Hartmannssonar og Haflínu Björnsdóttir sem eru leigusalar.

Óljóst eignarhald á Kolkuósjörðinn er þekkt öllum málsaðilum en það hefur ekki áhrif á uppbyggingu þá sem hér er til umræðu. Vísast hér til leigusamnings sem gerður var milli Kolkuósi ses. annarsvegar og sveitarfélagsins og erfingja Sigurmons Hartmannssonar og Haflínu Björnsdóttir hins vegar en þar segir í grein 2.2: ?rísi ágreiningur milli einstakra leigusala um eingnarhald á hinu leigaða landi skal það engin áhrif hafa á leigusamning þennan.? Jafnframt í grein 3.2: ?leigutaka er heimilað að endurreisa þær byggingar sem fyrir eru á landinu og byggja þar önnur nauðsynlega mannvirki, allt á eigin kostnað og skv. nánari ákvörðun byggingaryfirvalda.?

Unnið er að því af eigendum að skýra eignarhald á svæðinu og er það mál nú í farvegi af hálfu þeirra aðila sem tilkall eiga til þess lands sem um ræðir. Samningar er varða landið sem gömlu húsin standa á þ.m.t. lóðin, færast með réttindum og skyldum til þess aðila sem úrskurðaður verður eignaraðili.

4.Þjóðlendumál - Mál nr. 2/2009

Málsnúmer 1203336Vakta málsnúmer

Lagður fram úrskurður óbyggðanefndar í máli 2/2009, frá 10. október 2011, Skagafjörður ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar.

Kolbeinsdalur og land Hrauna í Fljótum falla ekki undir kröfu óbyggðanefndar um þjóðlendu. Annað land fellur undir það. Áfrýjunarréttur er fram í maí byrjun. Einnig lögð fram bókun 160. fundar landbúnaðarnefndar.

Byggðarráð samþykkir að úrskurði óbyggðanefndar 2/2009, frá 10. október 2011 um Skagafjörð ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar, sem féll sveitarfélaginu í óhag, verði áfrýjað til Héraðsdóms Norðurlands vestra.

5.Beiðni um veðleyfi

Málsnúmer 1203375Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Sauðárkróks, þar sem félagið óskar eftir leyfi sveitarfélagsins til að veðsetja fasteignir sínar á Hlíðarenda, í samræmi við 8. grein lóðarleigusamnings milli klúbbsins og sveitarfélagsins.

Byggðarráð samþykkir að heimila veðsetningu eigna golfklúbbssins á Hlíðarenda sem standa á landi nr. 143908.

6.Félagheimili Rípurhrepps(146371)-umsögn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1203223Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Halldórs Gunnlaugssonar f.h. Álfakletts ehf. um rekstrarleyfi fyrir Félagsheimili Rípurhrepps. Veitingastaður, flokkur I - samkomusalur. Gististaður, flokkur II - svefnpokagisting.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

7.Áætlunarflug til Sauðárkróks

Málsnúmer 1203374Vakta málsnúmer

Málefni áætlunarflugs til Sauðárkróks rædd. Stefán Vagn Stefánsson kynnti stöðu mála.

8.Skýrsla um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Málsnúmer 1203078Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Starfi nefndarinnar lauk með málþingi er haldið var á Akureyri 10. febrúar 2012.

9.Blöndulína 3 - Mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 1203322Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Landsneti hf, varðandi Blöndulínu 3 - Háspennulína (220 kV) frá Blöndustöð til Akureyrar. Mat á umhverfisáhrifum. Kynningartími frummatsskýrslunnar er frá 21. mars 2012 - 3. maí 2012. Á meðan kynningu stendur er gert ráð fyrir að eintök af frummatsskýrslunni verði aðgengileg m.a. í Ráðhúsinu á Sauðárkróki og á Héraðsbókasafni Skagfirðinga. Einnig á heimasíðum Skipulagsstofnunar, Landnets og Mannvits verkfræðistofu.

Fundi slitið - kl. 10:45.