Fara í efni

Brunavarnir Skagafjarðar-könnun á samstarfi við nágrannasveitarfélög

Málsnúmer 1203396

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 73. fundur - 03.04.2012

Á fundinn kom Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri og gerði grein fyrir viðræðum sínum og Ágústs Bragasonar hjá Blönduósbæ varðandi samstarf og samvinnu Brunavarna Skagafjarðar og Brunavarna A- Húnavatnssýslu. Fyrir fundinum liggur minnisblað Vernharðs af fundinum sem fram fór 8. febrúar sl. Nefndin er jákvæð fyrir að nánar verði skoðuð samvinna og samstarf um brunavarnir við nágrannasveitarfélögin.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 73. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.