Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

73. fundur 03. apríl 2012 kl. 09:30 - 11:32 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir aðalm.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson varam.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Brunavarnir Skagafjarðar-könnun á samstarfi við nágrannasveitarfélög

Málsnúmer 1203396Vakta málsnúmer

Á fundinn kom Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri og gerði grein fyrir viðræðum sínum og Ágústs Bragasonar hjá Blönduósbæ varðandi samstarf og samvinnu Brunavarna Skagafjarðar og Brunavarna A- Húnavatnssýslu. Fyrir fundinum liggur minnisblað Vernharðs af fundinum sem fram fór 8. febrúar sl. Nefndin er jákvæð fyrir að nánar verði skoðuð samvinna og samstarf um brunavarnir við nágrannasveitarfélögin.

2.Skagafjarðarhafnir - lenging sandfangara og sjóvörn á Hrauni

Málsnúmer 1110227Vakta málsnúmer

Jón Örn gerði grein fyrir verkinu og fór yfir fundargerð 6 verkfundar sem var lokafundur vegna verksins sem boðið var út í október sl. Verktaki var Norðurtak ehf og Króksverk ehf. verkinu er nú lokið, framkvæmdin hefur gengið vel og verkinu var skilað innan tilskilinna tímamarka.

3.Sauðárkrókshöfn - ný smábátahöfn

Málsnúmer 1109306Vakta málsnúmer

Lögð fram göng vegna smábátahafnarinnar og þau yfirfarin. Gerð grein fyrir niðurstöðum úr botnathugunum og farið yfir frumgögn vegna verksins.Samþykkt að bjóða út fyrsta verkáfanga í lokuðu útboði.

4.Flotbryggjur

Málsnúmer 1203406Vakta málsnúmer

Gunnar Steingrímsson gerði grein fyrir tilboði í EuroDock flotbryggju sem hugsanlega kæmi í stað steinsteyptrar einingar sem nú er í Hofsóshöfn. Samþykkt að Gunnar gangi frá kaupum þar sem þetta er liður í framkvæmdum sem áætlaðar eru á árinu. Flotbryggjan sem nú er í Hofsósi verður flutt í Sauðárkrókshöfn þegar þessi kemur.

5.Lágeyri 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1109065Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskaði umsagnar nefndarinnar um smávægilega breytingu á aðaluppdráttur af Lágeyri 1. Um er að ræða að setja skýli yfir aðalinngang og nær skýlið 1,2 m út frá húsi sem stendur í lóðarmörkum að sunnan. Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

6.Hesteyri 2 - Lóðarmál

Málsnúmer 1202264Vakta málsnúmer

Á 232 fundi skipulags- og byggingarnefndar var fjallað um stækkun lóðarinnar Hesteyri 2. Stækkun samkvæmt afstöðumynd sem dagsett er 21. febrúar 2012. Skipulags- og byggingarnefnd vísaði málinu til umsagnar Umhverfis- og samgöngunefndar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að lóðin Hesteyri 2 stækki sem þessu nemur. Gáma smábátasjómanna á svæðinu þarf að færa og er yfirhafnarverði falið að gera það í samráði við sjómennina.

7.Skarðsmóar -Sækja ber um nýtt starfsleyfi

Málsnúmer 1203176Vakta málsnúmer

Gerð var grein fyrir stöðu mála varðandi þá sorpurðun sem enn fer fram á Skarðsmóum. Þar er nú eingöngu urðu sjálfdauð dýrahræ sem sótt eru til bænda með skipulögðum hætti. Umhverfisstofnun hefur farið fram á að sótt verði um nýtt starfsleyfi fyrir urðunarstaðin sem hefur ótímabundið starfsleyfi frá 7. desember 1987. Samþykkt var að óska eftir fundi með Umhverfisstofnun vegna málsins og er sá fundur áformaður mánudaginn 16. apríl nk.

8.Umhverfi Sauðár - sumarframkvæmdir

Málsnúmer 1105142Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir stöðu mála og lagður fram uppdráttur dagsettur 8. desember s.l gerður á Stoð ehf sem sýnir fyrirhugað umhverfi árinnar frá Sæmundarhlíð niður að Borgargerði. Samþykkt að hefja framkvæmdir við landmótun og farveg árinnar þar sem þetta er liður í þeim framkvæmdum sem áætlaðar eru á árinu.

9.Sauðárkrókur-sláttur opinna svæða,verksamningur 2012

Málsnúmer 1203393Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um slátt opinna svæða á Sauðárkróki en verkið var boðið út sl vor. Í framhaldi af því var gengið til samninga, til eins árs, við golfklúbb Sauðárkróks. Samstarf við Golfklúbbinn hefur gengið vel og því er lagt er til að á grunni þess samnings verði samið við Golfklúbbinn til næstu fimm ára í samræmi við fyrirliggjandi gögn.Samningsfjárhæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.

10.Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd

Málsnúmer 1110212Vakta málsnúmer

Sigríður gerði grein fyrir fyrirliggjandi dagskrá fyrsta fundar í vatnasvæðanefnd á vatnasvæði 1 en hún var tilnefnd sem fulltrúi sveitarfélagsins í nefndinni saman ber bréf sveitarfélagsins til Umhverfisstofnunar sem dagsett er 15. desember sl.

11.Sauðárkrókur-götulýsing 2012

Málsnúmer 1203394Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að fela sviðstjóra að óska eftir við RARIK að slökkt verði á götu ljósa lýsingu í sveitarfélaginu tímabilið 1. maí 2012 til 1 ágúst 2012.

12.Umhverfisstofnun-umsjón Heilbrigðiseftirlits

Málsnúmer 1203397Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd lýsir vonbrigðum sínum með að Umhverfisstofnun hafi sagt upp framsalssamningi um eftirlit sem var milli Heilbrigðiseftirlits N-l vestra og stofnunarinnar eins og fram kemur í bréfi dagsettu 13 desember sl til Heilbrigðiseftirlitsins.

13.Umsjón dýraeftirlits

Málsnúmer 1203405Vakta málsnúmer

Með vísun í 9. gr samþykktar um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu Skagafirði beinir umhverfis- og samgöngunefnd því til byggðarráðs að heimild fáist til að ráða eftirlitsmann með hunda- og kattahaldi í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 11:32.