Fara í efni

Óskað eftir upplýsingum

Málsnúmer 1204029

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 588. fundur - 04.04.2012

Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu, þar sem fram kemur að ráðuneytið hyggst halda fund með sveitarstjórn og fulltrúum sveitarfélgsins til þess að kynna málefni þeirra landsvæða sem úrskurðuð hafa verið þjóðlendur. Koma þar til skoðunar atriði eins og leyfisveitingarhlutverk forsætisráðuneytisins, skipulagsvinna sveitarstjórna í þjóðlendum, staða þeirra sem hafa áhuga á uppbyggingu innan þjóðlendna, gerð lóðarleigusamninga o.s.frv. Til þess að fá yfirsýn yfir þær eignir og réttindi sem til staðar eru í þjóðlendum, óskar ráðuneytið eftir að sveitarfélagið afli upplýsinga eins og unnt er fyrir fundinn og sendi ráðuneytinu.

Byggðarráð felur umhverfis- og tæknisviði að taka saman umbeðnar upplýsingar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 588. fundar byggðaráðs staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.