Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Aðalfundur Tækifæris 2012
Málsnúmer 1204030Vakta málsnúmer
2.Fyrirspurn um staðfestingu aðalskipulags
Málsnúmer 1203408Vakta málsnúmer
Lögð fram skrifleg fyrirspurn frá Leið ehf., Bolungarvík, um staðfestingu aðalskipulags sveitarfélagsins.
Byggðarráð áréttar að málið er í lögbundnu ferli.
3.Kröfulýsingarfrestur framlengdur
Málsnúmer 1204031Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá óbyggðanefnd, þar sem tilkynnt er að nefndin hefur orðið við beiðni fjármálaráðherra um framlengdan frest til 30. júní nk. til að lýsa þjóðlendukröfum á svokölluð svæði 8A hjá óbyggðanefnd. Svæði 8A er Norðvesturland, Húnavatnssýslur vestan Blöndu ásamt Skaga.
4.Óskað eftir upplýsingum
Málsnúmer 1204029Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu, þar sem fram kemur að ráðuneytið hyggst halda fund með sveitarstjórn og fulltrúum sveitarfélgsins til þess að kynna málefni þeirra landsvæða sem úrskurðuð hafa verið þjóðlendur. Koma þar til skoðunar atriði eins og leyfisveitingarhlutverk forsætisráðuneytisins, skipulagsvinna sveitarstjórna í þjóðlendum, staða þeirra sem hafa áhuga á uppbyggingu innan þjóðlendna, gerð lóðarleigusamninga o.s.frv. Til þess að fá yfirsýn yfir þær eignir og réttindi sem til staðar eru í þjóðlendum, óskar ráðuneytið eftir að sveitarfélagið afli upplýsinga eins og unnt er fyrir fundinn og sendi ráðuneytinu.
Byggðarráð felur umhverfis- og tæknisviði að taka saman umbeðnar upplýsingar.
5.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Málsnúmer 1203410Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frá Kiwanisklúbbnum Drangey um styrk til greiðslu fasteignaskatts árið 2012. Með umsókninni fylgja fullnægjandi gögn skv. reglugerð sveitarfélagsins þar að lútandi.
Byggðarráð samþykkir að styrkja klúbbinn um 30% af álögðum fasteignaskatti 2012.
6.Viðhald Safnahúss Skagfirðinga
Málsnúmer 1009041Vakta málsnúmer
Lögð fram svohljóðandi bókun frá 63. fundi menningar- og kynningarnefndar: "Rætt um stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir í Safnahúsinu á Sauðárkróki sem miða að því að bæta aðgengi að Héraðsbókasafni Skagfirðinga. Menningar- og kynningarnefnd beinir því til byggðarráðs að ráðist verði í gerð lyftu í Safnahúsinu á Sauðárkróki, í samræmi við framkominn vilja Sjálfsbjargar í Skagafirði sem fram kom á fundi byggðarráðs 26. jan. sl. þar sem fjallað var um útgreiðslu úr varasjóði Byggðasamlags um málefni fatlaðra á NLV."
Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kostnaðarmeta framkvæmdina.
Þorsteinn Tómas Broddason óskar bókað:
Samfylkingin fagnar því að Sveitarfélagið Skagafjörður hafi það á áætlun sinni að mæta kröfum um aðgengi allra að þjónustustofnunum sveitarfélagsins. Það skýtur hinsvegar skökku við að nota eigi fjármagn sem upphaflega átti að nýta til þjónustu við fatlaða í fjárfestingu fyrir eignasjóð Skagafjarðar.
Bókun:
Mikilvægt er að gera bragarbót á aðgengi Safnahúss Skagfirðinga hið fyrsta með því að ráðast í gerð lyftu í húsinu. Er það ennfremur í samræmi við framkominn vilja Sjálfsbjargar í Skagafirði, sem telur það eitt forgangsverkefna.
Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Jón Magnússon, Þorsteinn T. Broddason
7.Fjármögnun Árskóla
Málsnúmer 1204034Vakta málsnúmer
Að beiðni Sigurjóns Þórðarsonar fulltrúa Frjálslyndra, var fjármögnun og framkvæmd við stækkun Árskóla sett á dagskrá og rædd.
Fundi slitið - kl. 09:50.
Lagt fram aðalfundarboð Tækifæris hf. Fundurinn verður haldinn á Akureyri þann 16. apríl 2012.
Byggðarráð samþykkir að Margeir Friðriksson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og fari með atkvæðisrétt þess.