Fara í efni

Lögmæti lánssamnings við Lánasjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 1204194

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 590. fundur - 26.04.2012

Lagt fram afrit af bréfi sem Ergó lögmenn rituðu fyrir hönd sveitarfélagsins til Lánasjóðs sveitarfélaga varðandi lánssamning 20/2007. Þar er óskað eftir að sjóðurinn endurreikni framangreint lán í samræmi við dóm Hæstaréttar í máli nr. 600/2011, auk þess sem sjóðurinn láti í ljós afstöðu sína til endurgreiðslu vegna þess sem ofgreitt hefur verið af ofangreindum lánssamningi. Einnig lagt fram svarbréf Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem fram kemur að sjóðurinn getur ekki fallist á kröfu sveitarfélagsins.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja rétt sveitarfélagsins í máli þessu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 590. fundar byggðaráðs staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.