Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Ársreikningur sveitarfélagsins og stofnana 2011
Málsnúmer 1204219Vakta málsnúmer
Lagður fram ársreikningur 2011 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Kristján Jónasson löggiltur endurskoðandi hjá KPMG fór yfir og kynnti ársreikninginn á sérstökum fundi, sem haldinn var nú í morgun á undan fundi byggðarráðs, með sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
2.Samningur um afnot og stuðning við rekstur Reiðhallar
Málsnúmer 1201106Vakta málsnúmer
Lagður fram til staðfestingar samningur á milli Flugu ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um afnot og stuðning sveitarfélagsins við rekstur Reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki, tímabilið frá 1. janúar 2012 til og með 31.12. 2016. Samningurinn var samþykktur á 184. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð staðfestir samninginn.
3.Ósk um kaup á íbúð
Málsnúmer 1204193Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Ingu Jónu Sveinsdóttur, þar sem hún óskar eftir viðræðum um kaup á fasteigninni Austurgötu 7, Hofsósi, sem hún leigir af sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við Ingu Jónu um erindi hennar.
4.Óskað eftir athugasemdum
Málsnúmer 1203409Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá iðnaðarráðuneytinu og tilkynnt er um samþykkt þingsályktunartillögu þann 1. febrúar s.l. þar sem iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra er falið að skipa nefnd er móti stefnu um lagningu raflína í jörð og þau sjónarmið sem taka ber mið af hverju sinni við ákvarðanir þar um. Nefndin hvetur alla sem hagsmuna eiga að gæta og aðra sem áhuga hafa, til að kynna sér þingsályktunartillöguna og senda athugasemdir og ábendingar sem varða mótun stefnu um raflínur í jörð til nefndarinnar. Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til 18. maí 2012.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
5.Reglur um húsnæðismál
Málsnúmer 1202136Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að breytingu á 4. grein reglna um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði, þannig að niðurlag greinarinnar hljóði svo:
Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar og staðsetningar, að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs.
6.Lögmæti lánssamnings við Lánasjóð sveitarfélaga
Málsnúmer 1204194Vakta málsnúmer
Lagt fram afrit af bréfi sem Ergó lögmenn rituðu fyrir hönd sveitarfélagsins til Lánasjóðs sveitarfélaga varðandi lánssamning 20/2007. Þar er óskað eftir að sjóðurinn endurreikni framangreint lán í samræmi við dóm Hæstaréttar í máli nr. 600/2011, auk þess sem sjóðurinn láti í ljós afstöðu sína til endurgreiðslu vegna þess sem ofgreitt hefur verið af ofangreindum lánssamningi. Einnig lagt fram svarbréf Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem fram kemur að sjóðurinn getur ekki fallist á kröfu sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja rétt sveitarfélagsins í máli þessu.
7.Trúnaðarmál
Málsnúmer 1204213Vakta málsnúmer
Sjá trúnaðarbók.
8.Sorphirða 2012-Umfang og staða
Málsnúmer 1203398Vakta málsnúmer
Að beiðni Sigurjóns Þórðarsonar fór fram umræða um sorpmóttöku og -hirðu í dreifbýlinu.
9.Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga vegna 2011
Málsnúmer 1204149Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga um arðgreiðslu sjóðsins vegna ársins 2011. Í hlut Sveitarfélagsins Skagafjarðar koma 11.121.945 kr.
10.Veglínur - aðalskipulag
Málsnúmer 1204176Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni varðandi vegstyttingar í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði. Þar er vísað til þess að innanríkisráðherra hefur ákveðið að Vegagerðin skuli ekki vinna áfram að tillögum um tilteknar breytingar á legu Hringvegar í viðkomandi sveitarfélögum, þ.e. Sveitarfélaginu Skagafirði, Blönduósbæ og Húnavatnshreppi. Samkvæmt því dregur Vegagerðin til baka kröfur um að hugsanlegar veglínur verði sýndar á aðalskipulagi sveitarfélaganna.
11.Fundargerð vatnasvæðisnefndar
Málsnúmer 1204175Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð kynningarfundar Umhverfisstofnunar fyrir vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 1.
12.Ársreikningar sveitarfélaga 2011 - rafræn skil.
Málsnúmer 1204209Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá innanríkisráðuneytinu varðandi rafræn skil á fjárhagsupplýsingum og greinagerðum vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga sveitarfélaga í miðlægan gagnagrunn hjá Hagstofu Íslands.
Fundi slitið - kl. 11:49.