Fara í efni

Jafnréttisáætlun 2012-14 kynning

Málsnúmer 1205002

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 185. fundur - 11.05.2012

Útprentuð áætlunin lögð fram. Ákveðið að dreifa áætluninni á vinnustöðum sveitarfélagsins, sérstaklega í elstu bekkjum grunnskólanna og í FNV og á helstu samstarfsstofnunum, biðstofum, bókasöfnum og þar sem fólk safnast saman. Farið yfir framkvæmdaliði og tímasetningar. Formanni og félagsmálsatjóra falið að fylgja málinu eftir í ljósi umræðna á fundinum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012

Afgreiðsla 185. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 107. fundur - 13.06.2012

Gunnar kynnti Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2012-2014, sem samþykkt var í sveitarstjórn 9. janúar s.l. og hvatti sviðsstjóra til að kynna áætlunina í viðkomandi fagnefndum og fylgja henni eftir gagnvart stofnunum sveitarfélagsins.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 186. fundur - 19.06.2012

Í tilefni dagsins hvetur nefndin konur landsins að líta á jafnrétti sem réttlætismál karla ekki síður en kvenna. Huga þarf sérstaklega að stöðu karla í sambandi við menntun og rétt þeirra sem foreldra í tengslum við forræðismál og heimilishald. Nefndin vill minna á að jafnrétti verður að virka í báðar áttir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 186. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 80. fundur - 04.09.2012

Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2012-2014 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 25. janúar 2012. Áætlunin sem er í 8 liðum gildir fyrir alla starfsemi sveitarfélagsins. Fræðslunefnd beinir því til stjórnenda stofnana fræðslusviðs að kynna starfsmönnum sínum áætlunina og gera ráðstafanir til að hrinda ákvæðum hennar í framkvæmd eftir atvikum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 80. fundar fræðslunefndar staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.