Hólavegur 26 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1205013
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012
Stefán Vagn Stefánsson lýsir sig vanhæfan til að fjalla um málið og tekur ekki þátt í afgreiðslu þess.
Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd - 235. fundur - 15.06.2012
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Stefáns Vagns Stefánssonar kt. 170172 5909, dagsett 27. apríl 2012. Umsókn um leyfi til að sameina íbúðir, breyta innra skipulagi, byggja við og breyta útliti hússins sem stendur á lóðinni númer 26 við Hólaveg. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 15. maí 2012.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012
Afgreiðsla 235. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum, Stefán Vagn Stefánsson tók ekki þátt í afgreiðslu.
Stefán Vagn Stefánsson kt. 170172-5909 eigandi fjölbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 26 við Hólaveg á Sauðárkróki sæki með bréfi dagsettu 27. apríl um sameiningu séreignanna sem hafa fastanúmerin 213-1791 og 213-1792. Einnig sækir hann um leyfi til að byggja við og breyta húsinu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum sem gerðir eru af JeES Arkitektum, Jóni S. Einarssyni, kt. 270976-3609. Uppdrættirnir eru dagsettir 15.02.2012. Erindið samþykkt.